Fréttir

Tengslamyndun alþjóðlega ættleiddra barna Höf. Sara Huld Halldórsdóttir

 

Tengslamyndun alþjóðlega ættleiddra barna 
Hvaða áhrif hafa frumættleiðingar á tengslamyndun alþjóðlega ættleiddra barna?

Markmið þessarar heimildaritgerðar er að kanna hvaða áhrif ættleiðingar geta haft á tengslamyndun alþjóðlega ættleiddra barna og hvaða afleiðingar getur fylgt þeim. Einnig verður skoðað hvaða forvarnir og bjargir standa kjörfjölskyldum til boða hérlendis. Sögur ættleiddra barna eru misjafnar eftir hverju barni en streita er algeng afleiðing sem fylgir. Þjónusta sem veitt er hérlendis til alþjóðlega ættleiddra barna er af skornum skammti. Helstu bjargir fyrir þennan jaðarsetta hóp koma frá Íslenskri ættleiðingu, en þau veita bæði ættleiddum börnum og kjörforeldrum viðeigandi þjónustu ásamt því að veita gagnlega fræðslu í skólakerfið. Stuðningi við málefni alþjóðlegra ættleiddra barna er ábótavant í samfélaginu, heilbrigðiskerfinu og skólakerfinu. 

Ritgerðin var lokaverkefni til BA-gráðu við Félagsráðgjafadeild, Félagsvísindasvið Háskóla Íslands, í júní 2023. Leiðbeinandi var Auður Ósk Guðmundsdóttir. 

 


Svæði