Skilyrði

Umsækjendur skulu vera andlega og líkamlega heilbrigðir; með traustan fjárhag, áhuga á að ættleiða barn og séu ekki með lífshættulegan sjúkdóm.

Umsækjendur geta verið hjón eða einhleypir.

Hjón þurfa að hafa verið í hjónabandi  í að minnsta kosti tvö ár.

Einhleypar konur mega ættleiða börn af hvaða kyni sem er.

Einhleypir karlar mega ekki ættleiða stúlkur.

Umsækjendur geta átt allt að fjórum börnum fyrir, án þess að það hafi áhrif á umsóknina.

Umsækjendur geta verið barnlausir.

Ef hjón sækja um að ættleiða barn að fjögurra ára aldri, má sameiginlegur aldur þeirra ekki vera meira en 90 ár.

Ef hjón sækja um að ættleiðabarn sem er á bilinu fjögra til átta ára, má sameiginlegur aldur þeirra ekki vera meira en 100 ár.

Ef hjón sækja um að ættleiðabarn sem er á bilinu átta til átján ára, má sameiginlegur aldur þeirra ekki vera meira en 110 ár.

Ef einhleypur umsækjandi sækir um að ættleiða barn að fjögurra ára aldri, má hann ekki vera eldri en 45 ára.

Ef einhleypur umsækjandi sækir um að ættleiða barn á bilinu fjögurra ára til átta ára, má hann ekki vera eldri en 50 ára.

Ef einhleypur umsækjandi sækir um að ættleiða barn á bilinu átta ára til átján ára, má hann ekki vera eldri en 55 ára.

Minnsti aldursmunur á barni og öðru foreldri má ekki vera minna en 25 ár.

Miðað er við aldur umsækjenda þegar umsókn þeirra er skráð hjá indverska miðstjórnvaldinu.

Eligibility Criteria

Guidelines for Adoption

Svæði