Fréttir

Aðalfundur 06.03.2018

Fundargerð aðalfundar Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 6. mars 2018, kl. 20.00.

Fundarstaður: Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík.
Mætt af hálfu stjórnar: ElísabetHrund Salvarsdóttir stjórnarformaður, Ari Þór Guðmannsson, Dagný Rut Haraldsdóttir, Lára Guðmundsdóttir (fjarfundi), Lísa Björg Lárusdóttir, Sigurður Halldór Jesson. Fjarverandi var Magali Mouy.
Mætt af hálfu starfsfólks skrifstofu: Kristinn Ingvarsson, framkvæmdarstjóri, Ragnheiður Davíðsdóttir, verkefnastjóri og Rut Sigurðardóttir, félagsráðgjafi.

Fundargerð aðalfundar ritaði: Ragnheiður Davíðsdóttir

Dagskrá aðalfundar:
1.     Skýrsla stjórnar.
2.     Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagður fram til samþykktar.
3.     Kjör stjórnar.
4.     Ákvörðun árgjalds.
5.     Lagabreytingar
6.     Önnur mál

Elísabet Hrund Salvarsdóttir stjórnarformaður Íslenskrar ættleiðingar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna, hún tekur það sérstaklega fram að það sé ánægjulegt að sjá fleiri félagsmenn mætta á þennan aðalfund en 2 síðustu ár, þar sem þáttaka hefur verið mjög dræm. Stjórnarformaður tilnefndi Gísla Ásgeirsson fundarstjóra og var það samþykkt af fundarmönnum.
Fundarstjóri kallaði eftir mótmælum um boðun fundarins.
Engin andmæli bárust og telst fundurinn því löglega boðaður. 
Fundarstjóri tilnefndi Ragnheiði Davíðsdóttur sem fundarritara og var það samþykkt af fundarmönnum.

 1.     Skýrsla stjórnar:
Stjórnarformaður kynnti og fór yfir skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2017.

2.     Ársreikningar félagsins 
Ársreikningur 2017 var lagður fram og stjórnarformaður fór yfir hann.  

Ársreikningur er kominn á heimasíðu félagsins og hvetur stjórnarformaður fundarmenn að skoða ársreikninginn þar og senda inn fyrirspurnir ef e-r eru.
Fundarstjóri hvetur fundarmenn að spyrja útí ársreiknginn. Enginn spurning barst og fundarstjóri ber ársreikning til samþykktar. Ársreikningur samþykktur samhljóða fyrir starfsárið 2017.

3.     Kjör stjórnar:
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar á að vera samkvæmt samþykktum skipuð 7 manns. Nú eru þrjú sæti til kjörs í stjórn félagsins og frambjóðendurnir fjórir. Stjórnarformaður fer yfir frambjóðendur. 
Fundarstjóri býður frambjóðendum að kynna sig. 
Ari Þór Guðmannsson byrjar á að kynna sig en hann hefur verið í stjórn Íslenskrar ættleiðingar í eitt og hálft ár og gefur áfram kost á sér til stjórnarsetu.
Ingibjörg Valgeirsdóttir kynnir sig en hún er að bjóða sig fram í fyrsta sinn.
Sigrún Eva Grétarsdóttir kynnir sig og er hún einnig að bjóða sig fram í fyrsta sinn.
Sigurður Halldór Jesson kynnir sig. Hann hefur setið í stjórn Íslenskrar ættleiðingar í eitt og hálft ár og gefur áfram kost á sér.

Niðurstöður kosninga eru sem hér segir:
Ingibjörg Valgeirsdóttir, Sigrún Eva Grétarsdóttir og Sigurður Halldór Jesson fengu flest atkvæði og eru því réttkjörin til næstu tveggja ára.
Fundarstjóri spyr hvort fundarmenn hreyfi andmælum við því.
Enginn mótmælir og telst því samþykkt.

4.     Ákvörðun um árgjald:
Stjórnarformaður leggur til að árgjald félagsins hækki úr 2.750 krónum í 2.900 krónur.
Fundarstjóri spyr hvort einhver mótmæli eða komi með aðrar tillögur.
Svo er ekki og árgjald telst því samþykkt.

5.     Lagabreytingar
Breytingar á samþykktum þarf að skila inn fyrir 31.janúar 2018. Engar tillögur að breytingum voru lagðar fram að þessu sinni.

6.     Önnur mál.
Fundastjóri spyr útí önnur mál.
Fundarmenn ræddu um 40 ára afmælisár Íslenskrar ættleiðingar og dagskrá ársins.
Stjórnarformaður fer yfir hvað er í vændum hjá félaginu en á dagskrá er meðal annars ráðstefna Íslenskrar ættleiðingar 16.mars, námskeið Söruh Naish, Therapeutic Parenting in Real life 17.mars, fjölskylduhátíð og útilega. Stjórnarformaður hvetur fólk eindregið til að mæta á málþingið og námskeiðið og einnig að mæta á fræðslu sem félagið býður uppá. Öll fræðsla og viðburðir verði birtir á heimasíðu félagsins og á facebook.

Engin önnur mál tekin fyrir. Fundastjóri þakkar fyrir sig og þakkar stjórn fyrir vel unnin störf.

Stjórnarformaður þakkar fyrir góðan fund og er fundi slitið kl. 21:04

 

 


Svæði