Fréttir

Adoption Joy Week

Í þessari viku, fagnar Íslensk ættleiðing norrænni ættleiðingarviku, en ættleiðingarfélögin á norðurlöndunum hafa fagnað ættleiðingum sérstaklega í einni viku á ári síðustu ár.

Samstarfsfélög Íslenskrar ættleiðingar hafa sett brennidepilinn á jákvæða umræðu um ættleiðingar og ættleiðingartengd málefni.

Núna í ár langar okkur að hylla nokkur upprunalönd með því að setja inn skemmtilegt efni frá hverju landi. Við hvetjum alla sem tengjast viðkomandi landi að gleðjast með okkur og taka þátt. 

Á hverjum degi verður byrjað á því að setja inn efni tengt einu ákveðnu upprunalandi og félagsmenn geta sett inn á facebook síðu sína mynd, teikningu eða minningu tengda þessu landi og tengt færsluna við Íslenska ættleiðingu og #Adoptionjoy

Fyrsti dagur Adoption Joy Week er tileinkaður fjölskyldum sem hafa ættleitt frá Indlandi.
Íslensk ættleiðing hóf samstarf sitt við Indland árið 1987. Alls hafa 164 börn verið ættleidd frá Indlandi með milligöngu félagsins, síðast árið 2012. 

Indland er annað fjölmennasta ríki heims og sjöunda stærsta ríki heims að flatarmáli. 

Indland er sambandsríki sem öðlaðist sjálfstæði árið 1947 og er höfuðborg þess Nýja-Dehli. Opinbert tungumál landsins er hindí og enska, en alls eru töluð um 23 tungumál í landinu. Menningu landsins má rekja aftur um 5000 ár og á landið sér ríka og langa sögu. Alls eru samtals 38 sögufrægir staðir og byggingar í Indlandi á heimsminjaskrá Unesco, má þar til dæmis nefna Taj Mahal, The Golden Temple og The Great Himalayan National Park Conservation Area. 

Félagið hvetur alla sem tengjast viðkomandi landi að gleðjast með okkur og taka þátt með því að setja á facebook til dæmis mynd, teikningu eða minningu tengda Indlandi og tengt færsluna við Íslenska ættleiðingu og #Adoptionjoy

INDLAND

 

 


Svæði