Fréttir

Áhrif fyrstu áranna - mótun perslónuleikans

Mjög áhugaverður og spennandi fyrirlestur.
Mjög áhugaverður og spennandi fyrirlestur.

Fyrirlesari er Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir. Hún er með MA í fjölskyldumeðferð og hefur unnið með börnum frá fæðingu til sex ára og foreldrum þeirra.  Rakel stundar nú framhaldsnám á meistarastigi við University of Massachusettes Boston. 

Í fyrri hluta fyrirlesturins er farið yfir mikilvæg atriði varðandi heilaþroska barna, skipting heilans í gamla heila og nýja og hvernig taugatengingar verða til og hversu háður heilinn er umhverfi sínu og nánustu tengslaaðilum.

Í seinni hlutanum verður farið í mismunandi tengslagerðir fólks, örugga og óöruggar og hvernig þær geta haft áhrif á andlega og félagslega heilsu. Fjallað verður um hvernig hægt er að ýta undir tilfinningalega þrautsegju barna, sjálfstraust og vellíðan til lengri tíma. 

Fyrirlesturinn fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg kl. 20:00, miðvikudaginn 28. október. Þeir sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fyrirlesturinn á netinu. 

Skráning er á isadopt@isadopt.is. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr. 1000 fyrir utanfélagsmenn.  

 


Svæði