Fréttir

Félagið okkar

Kynning á þjónustu og starfi Íslenskrar ættleiðingar.

Starf og þjónusta ÍÆ er umfangsmikil, hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum.
Starfið og þjónustan miðar að því að sinna félagsmönnum eins vel og kostur er enda eru þeir félagið.
Mikilvægt er að hafa í huga að allir félagsmenn eru jafn mikilvægir hvar svo sem þeir eru staddir í ættleiðingarferlinu.
Eitt af markmiðum ÍÆ er að tryggja góða faglega þjónustu og ekki síst gott aðgengi að starfsfólki félagsins.
Það er mikilvægt að félagsmenn séu vel upplýstir um þjónustu félagsins, því verður á fyrsta fyrirlestri ársins farið í saumanna á þjónustunni.

Kynningin fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg, miðvikudaginn 28.janúar, klukkan 20:00. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á kynninguna á netinu. Skráning er á isadopt@isadopt.is
Félagsmenn ÍÆ og aðrir áhugasamir um málefni ættleiðinga eru hvattir til að mæta.

Félagið okkar 


Svæði