Fréttir

Fjórar leiðir til barnaláns

Fjórar leiðir til barnaláns var yfirskrift fyrirlesturs hjónanna Ragnheiðar Kristínar Björnsdóttur og Elíasar Kjartanssonar sem haldin var 30. mars sl. Bakgrunnur þeirra varðandi börn er fjölbreyttur því þau eiga þrjú börn, eitt ættleidd, annað eignuðust þau með tæknilegri hjálp og eitt kom án hjálpar. Þá eru þau með eitt barn í fóstri. Ragnheiður Kristín og Elís deildu þessari persónulegri reynslu sinni á mjög skýran, skemmtilegan og eftirminnilegan hátt. Fólk var mjög ánægt með fyrirlesturinn og bæði á meðan honum stóð og í kjölfar hans spunnust líflegar, gagnlegar og uppbyggilegar umræður Íslensk ættleiðing þakkar Ragnheiði Kristínu og Elíasi fyrir þeirra mikilvæga framlag og öllum þeim sem mættu á fyrirlesturinn og þeim sem fylgtust með á netinu.


Svæði