Fréttir

Mbl.is - Fögnuðu nýj­um húsa­kynn­um

Boðið var upp á grillaðar pyls­ur. mbl.is/​Eggert
Boðið var upp á grillaðar pyls­ur. mbl.is/​Eggert
Inn­lent | mbl | 24.5.2014 | 22:31 | Upp­fært 25.5.2014 12:16
 

Borg­ar­ráð Reykja­vík­ur hef­ur samþykkt að gera leigu­samn­ing við Íslenska ætt­leiðingu á hús­eign­inni Bjark­ar­hlíð við Bú­staðaveg, en í til­efni af því bauð fé­lagið fé­lags­mönn­um og velunn­ur­um til grill­veislu í skóg­ar­lund­in­um við húsið í dag.

Bjark­ar­hlíð stend­ur í fal­leg­um skóg­ar­lundi aust­an und­ir Bú­staðakirkju við Bú­staðaveg. Þar mun framtíðaraðstaða fé­lags­ins verða, skrif­stofa, fræðslu­starf og þjón­usta við börn og fjöl­skyld­ur þeirra eft­ir ætt­leiðingu.

Viðræður um sam­vinnu við Reykja­vík­ur­borg hafa staðið í rúm tvö ár og seg­ir fé­lagið það því meira mikið fagnaðarefni að þess­um áfanga sé náð.

Íslensk ætt­leiðing er eina ætt­leiðing­ar­fé­lagið á Íslandi og hef­ur lög­gild­ingu frá Inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu til að ann­ast milli­gögu um ætt­leiðing­ar er­lend­is frá. Fé­lagið er í grunn­inn frjáls fé­laga­sam­tök þar sem hver fé­lags­maður hef­ur at­kvæðis­rétt á aðal­fundi fé­lags­ins sem hald­inn er í mars ár hvert. 

Meg­in­mark­mið fé­lags­ins er að aðstoða þá sem vilja ætt­leiða börn af er­lend­um upp­runa og ávallt þannig að hags­mun­ir barns­ins sitji í fyr­ir­rúmi, að stuðla að vel­ferð kjör­fjöl­skyldna og loks að vinna að vel­ferðar­mál­um barna er­lend­is.

Íslensk ætt­leiðing var fyrsta fé­lag kjör­for­eldra og var stofnað í Reykja­vík í janú­ar árið 1978. Í fyrstu kallaðist það Ísland-Kórea. Árið 1981 var nafni þess breytt í Íslensk ætt­leiðing. Fljót­lega var annað fé­lag stofnað á Ak­ur­eyri, Ísland-Gua­temala, sem einnig vann að ætt­leiðing­um. Árið 1983 sam­einuðust fé­lög­in svo und­ir nafn­inu Íslensk ætt­leiðing og búa fé­lags­menn um allt land.

Fögnuðu nýj­um húsa­kynn­um 


Svæði