Fréttir

Fyrirlestur Nadyu Molina

Við erum komin heim! Og hvað svo?
Laugardaginn 20. nóvember 2010 kl.10-14 mun atferlisfræðingurinn Nadya Molina flytja fyrirlesturinn We are home! Now what? á vegum PAS-nefndar Íslenskrar ættleiðingar.

Fyrirlesturinn fer fram í safnaðarheimili Seljakirkju.
Aðgangseyrir er 2500 kr. (við tökum ekki við kortum). Boðið verður upp á léttar veitingar í hléi.

Ráðgjöf

 

Nadya mun einnig bjóða kjörfjölskyldum með börn á hvaða aldri sem er upp á persónulega ráðgjöf. Þórdís Kristinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur mun taka þátt í ráðgjöfinni og sinna eftirfylgd ef þörf er á, en Þórdís hefur töluverða reynslu af að sinna kjörfjölskyldum í starfi sínu.

Þórdís Kristinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur mun taka þátt í ráðgjöfinni og sinna eftirfylgd ef þörf er á, en Þórdís hefur töluverða reynslu af að sinna kjörfjölskyldum í starfi sínu.

Óski fjölskyldur eftir ráðgjöf einungis frá Nadyu eða Þórdísi, vinsamlegast takið það fram í beiðni um ráðgjöf. Ráðgjöfin kostar 15.000 kr./klst. Vinsamlegast óskið eftir ráðgjöf á netfangið helgamth@simnet.is. Fyllsta trúnaðar er gætt varðandi skráningu í ráðgjöfina.

 

Hér er hægt að hlaða niður pdf skjali með nánari upplýsingum.

Svæði