Fréttir

Gloppur í netfangaskránni – fékkst þú ekki póst?

Skriftsofa Í.Æ. hefur sent netpóst til allra kjörforeldra barna frá Kína, sem eru á netfangalista félagsins. Tilefnið er að kynna væntanlega rannsókn Jórunnar Elídóttur doktors við Háskólann á Akureyri.
 
Vegna skaða sem tölvubúnaður skrifstofunnar varð fyrir í byrjun árs kunna einhver netföng að vera glötuð. Þeir sem ættu að hafa fengið umræddan póst en fengu ekki eru eindregið hvattir til að hafa samband við skrifstofu Í.Æ. (gudrun@isadopt.is) og gefa upp netfang sitt.
 
Það er mjög mikilvægt að netfangaskrá félagsins sé rétt og það er líka mikilvægt að góð þátttaka sé í rannsóknum af því tagi sem nú stendur fyrir dyrum.
 
Félagsmenn eru einnig hvattir til að vekja athygli annarra félagsmanna á þessari frétt, t.d. þeirra sem voru samferðamenn þeirra til Kína. Þannig tekst okkur að uppfæra póstlista félagsins fljótt og vel.
 
Einnig er vert að benda á að 21.apríl fór netpóstur frá félaginu til allra félagsmanna en þar var minnt á aukaaðalfund félagsins. Þeir sem ekki fengu þann póst gætu einnig hafa dottið út af netfangalista félagsins og ættu að sama skapi að hafa samband við skrifstofuna.
 
Á næstunni er fyrirhugað nota póstlistann oftar og þá mun verða fyllt í þau göt sem eftir kunna að standa í netfangaskránni.

Svæði