Fréttir

Hækkanir gjalda vegna ættleiðinga

Samkvæmt samþykkt stjórnar Íslenskrar ættleiðingar hækkuðu gjöld hjá félaginu vegna ættleiðinga þann 1. desember síðastliðinn. 

Biðlistagreiðslan helst óbreytt 50.000 kr. en bætt hefur verið við milligreiðslu sem á að greiðast þegar umsókn er send til ættleiðingarlands.  Lokagreiðslan sem innt er af hendi þegar farið er út hefur verið lækkuð.

Gjöldin verða sem hér segir:

Biðlistagreiðsla 50.000
Milligreiðsla 70.000
Lokagreiðsla 80.000

Síðasta hækkun var 15. mars 2002 en ástæður hækkana nú eru fyrst og fremst almennar kostnaðarhækkanir sem félagið hefur þurft að axla síðan.  Greiðslur til félagsins verða framvegis uppfærðar í samræmi við þróun vísitölu neysluverðs 1. janúar og 1. júlí ár hvert. 

Til að koma til móts við þá sem þegar eru með umsóknir einhvers staðar í ættleiðingarferlinu þá hefur verið ákveðið að þeir sem eru í ferli og fá upplýsingar um börn á þessu ári munu greiða 50% af hækkuninni, þeir sem eru í ferli og munu fá upplýsingar um börn 2007 munu greiða 75% af hækkuninni en þeir sem koma nýjir inn á biðlista og fá upplýsingar um börn frá og með 1. janúar 2008 munu greiða fulla hækkun.   

Þá mun gjaldið fyrir undirbúningsnámskeiðið sem haldið er fyrir þá sem eru ættleiða í fyrsta skipti hækka í 55 þúsund fyrir parið frá og með 1. janúar 2007.

Stjórn Íslenskrar ættleiðingar


Svæði