Fréttir

Hamingjustund

Guido, Marek, Vigdís og Matti
Guido, Marek, Vigdís og Matti

Í dag hitti fjölskyldan, Vigdís Klara, Guido og Marek Ari stóri bróðir, Matéj/Matta litla í fyrsta sinn. Það var áhrifarík stund. Matti var fyrst hissa á heimsókninni en rétti svo fram hendurnar til að komast í fang pabba síns. Þaðan lá leiðin svo í fang mömmu og loks til stóra bróður. Matti vildi síðan alls ekki sleppa Marek Ara, bróður sínum. Þeir bræðurnir sátu lengi saman í sófanum og knúsuðust. Matti er mikill knúsdrengur. Hann var líka búinn að bíða eftir fjölskylduknúsunum sínum í næstum því tvö ár. 

Umsókn Guido og Vigdísar var samþykkt af yfirvöldum í Tékklandi 14. maí 2012 og voru þau pöruð við Matej 27. apríl 2015. Þau voru því á biðlista í Tékklandi í tæp þrjú ár.

Þetta er áttunda fjölskyldan sem sameinast á þessu ári og börnin orðin 10. Nú hefur 21 barn verið ættleidd frá Tékklandi til Íslands.

 


Svæði