Fréttir

Hlaupið til góðs

Trausti og Lovísa Lin
Trausti og Lovísa Lin

Síðan 2010 hefur Íslensk ættleiðing hefur verið eitt af þeim félögum sem hægt er að heita á í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Síðan þá hafa 62 hlauparar skráð sig til leiks og hlaupið samtals 1.080 kílómetra og safnað 1.349.824 krónum til styrktar félaginu.

Að þessu sinni voru 13 hlauparar sem reimuðu á sig skónna og hlupu ýmist 10 eða 21 kílómetra. Hlaupararnir voru:
Anna Sigrún Benediktsdóttir (10 km)
Bjarni Magnús Jóhannesdóttir (10 km)
Elva Rán Grétarsdóttir (10 km)
Guðrún Valdís Halldórsdóttir (21 km)
Guðrún Johnson (10 km)
Gunnar Lárus Karlsson (10 km)
Hans Orri Straumland (10 km)
Hallgrímur Sigurðsson (10 km)
Ísak Elísson (10 km)
Lovísa Lín Traustadóttir (10 km)
Sigrún Eva Grétarsdóttir (10 km)
Sóley Dögg Birgisdóttir (10 km)
Trausti Ægisson (10 km)
Samtals hlupu þau 131 kílómeter og söfnuðu 219.333 krónum sem mun renna til góðra verka hjá félaginu.

Í ár fengu hlaupararnir vandaða hlaupaboli að þökkum fyrir framlag sitt. Altis ehf. heildsali Under Armour styrkti félagið og voru bolirnir merktir Íslenskri ættleiðingu og ártalinu sem hlauparinn tók þátt fyrir hönd félagins. Flestir hlaupararnir voru að taka sín fyrstu skref, en Guðrún Valdís, Hans Orri og Trausti voru öll að hlaupa í fjórða skipti!

Kæru hlauparar - takk fyrir okkur.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir úr hlaupinu...

            

   

 

     

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Svæði