Fréttir

Hvernig styrkja má sjálfsmynd og sjálfstraust barna og unglinga

Hvaða þættir auka og viðhalda sjálfstrausti og hvað þarf að varast.

Fræðslan byggir á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar en einnig núvitund.

Fyrirlesari er Anna Sigríður Jökulsdóttir, hún hefur starfað sem sálfræðingur frá 2010, fyrst í grunnskólum við greiningar og ráðgjöf en starfar nú á Kvíðameðferðarstöðinni. Í hartnær áratug hefur hún haldið fræðsluerindi um sjálfsmynd barna og unglinga fyrir foreldrahópa, námskeið fyrir kennara og nýlega bættist við fræðsla fyrir nemendur. Anna Sigríður lýkur sérfræðinámi í hugrænni atferlismeðferð í vor.

Fræðslan hefst klukkan 20.00 fimmtudaginn 11. apríl og er haldin í Framvegis, Skeifunni 11, Reykjavík, 3.hæð.

Fræðslan er öllum opin, frítt er fyrir félagsmenn en kostar 2900 kr fyrir aðra.


Svæði