Fréttir

Mbl - Furða sig á ákvörðun yfirvalda

Innanríkisráðuneytið.
Innanríkisráðuneytið.

Innanríkisráðuneytið furðar sig á vinnubrögðum kólumbískra yfirvalda í máli íslenskra hjóna sem hafa að ekki komist frá Kólumbíu með tvær ættleiddar dætur sínar.

Sagt var frá því á mbl.is á mánudag að hjónin Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir og Friðrik Kristinsson hafi dvalist undanfarið í Kólumbíu, en þar hafa þau þurft að fara í gegnum kólumbískt dómskerfi til þess að fá heimild til að yfirgefa landið með tvær dætur sínar sem þau ættleiddu í gegnum Íslenska ættleiðingu. Hjónin gerðu ráð fyrir því að dvöl þeirra í Kólumbíu tæki um 6 vikur, en þau fóru til landsins 16. desember á seinasta ári.

Innanríkisráðuneytið furðar sig á vinnubrögðum kólumbískra yfirvalda og sendu þeim bréf þann 14. júní þar sem íslensk stjórnvöld furða sig á þeirri ákvörðun dómstóla að leyfa hjónunum ekki að ættleiða, í ljósi þess að þegar var búið að samþykkja ættleiðinguna. Íslensk stjórnvöld óska eftir því að yfirvöld í Kólumbíu endurskoði ákvörðunina.

Íslensk ættleiðing vildi ekki tjá sig við vinnslu fréttarinnar, en það er stefna hjá þeim að tjá sig ekki um einstök mál. 


Svæði