Fréttir

Similar or different?

Febrúar fyrirlestur félagsins var í höndum norska talmeinafræðingsins Anne-Lise Rygvold, en hún fjallaði um rannsóknir sínar á málþroska ættleiddra barna. Ekki er hægt að segja að félagsmenn hafi fjölmennt, en þeir sem komu fengu kraftmikinn og faglegan fyrirlestur, enda Anne-Lise virtur fræðimaður í sínu heimalandi. 

Það var ánægjulegt að sjá að nokkrir talmeinafræðingar nýttu sér þennan áhugaverða fyrirlestur til að fá frekari þekkingu til að styðja við hópinn okkar í framtíðinni.

Félagsmenn eru hvattir til að nýta sér metnaðarfulla fræðsluáætlun Íslenskrar ættleiðingar, sérstaklega þeir sem eru að taka fyrstu skrefin í ferlinu, því tíminn til að undirbúa sig er núna! 


Svæði