Fréttir

Stjórnarfundur 11.04.2017

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 11.apríl  kl. 19:30 í húsnæði félagsins að Skipholti 50b.

Fundinn sátu Ari Þór Guðmannsson, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Lára Guðmundsdóttir og Lísa Björg Lárusdóttir. Dagný Rut Haraldsdóttir og Sigurður Halldór Jesson tók þátt með fjarfundarbúnaði.

Einnig sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri.

Þetta var tekið fyrir:

1. Fundargerð síðasta fundar.
Rædd og samþykkt.

2. Mánaðarskýrslur febrúar og mars.
Skýrslur ræddar

3. Euradopt fundur.
Fulltrúi Íslenskrar ættleiðingar í stjórn EurAdopt, Ari Þór Guðmannsson gaf munnlega skýrslu um fund sem haldinn var í Luxemburg í lok mars. Fyrir hönd félagsins fóru Ari Þór og Elísabet Hrund Salvarsdóttir formaður Íslenskrar ættleiðingar, en hún er varamaður í stjórn EurAdopt. Í skýrslu sinni var sérstök áhersla á skýrslur aðildarlanda EurAdopt. Unnið verður minnisblað um ferðina og verður það lagt fyrir stjórn Íslenskrar ættleiðingar.

4. Heimsókn til Tékklands.
Farið lítilega yfir væntanlega heimsókn til Tékklands.

5. Fjölskylduhátíð í boði kínverska sendiráðsins.
Sendiherra Kína á Íslandi bauð börnum sem hafa verið ættleidd frá Kína til Íslands ásamt fjölskyldum þeirra á fjölskylduhátíð sem haldin var í kínverska sendiráðinu 8. apríl síðastliðinn. Fjölskylduhátíðin var hin glæsilegasta og var greinilega ekkert til sparað til að gera hana sem besta. Sendiherrahjónin voru í miklum samskiptum við skrifstofu félagsins vegna skipulagningar hátíðarinnar og lögðu þau mikla alúð í að gera hana sem best úr garði.

Anna Bíbí Wium söng tvö lög og Karólína Ágústdóttir spilaði á þverflautu, boðið var uppá glæsilegar veitingar, fjöldi leikja og þrauta voru í boði ásamt skemmtilegri hlutaveltu. Allir gestir voru svo leystir út með gjöfum til minningar um glæsilega hátíð.

Mjög góð mæting var á hátíðina en rúmlega tvöhundruð manns sóttu hana.

Ríkissjónvarpið mætti og gerði fjölskylduhátíðinni góð skil í fréttatíma sínum.

6. Skjalavarsla.
Um langt skeið hefur félagið fengið höfðinglegan styrk frá Sensa í formi þjónustu við örugga vistun skjala og gagnavörslu. Undanfarið hefur Sensa verið að flytja félagið frá eldra kerfi í Skýjavist. Skýjavist er vottuð með ISO27001:2013.

Félagið hefur fengið Non-profit skráningu hjá Microsoft, en við það lækka notendagjöld til mikilla muna. Með þeirri þjónustu sem Sensa býður uppá aukast möguleikar félagsins til skilvirkari vinnubragða. Sérfræðingar Sensa hafa undanfarið verið að kynna helstu möguleika sem kerfið býður uppá. Einn af möguleikunum styður við vandaða skjalavörslu, en eldri gögn félagsins hafa ekki verið flokkuð og vistuð. Mikið magn skjala er til hjá félaginu sem geymir sögu þess frá 1978. Mikilvægt er að gæta að varðveislu gagnanna og tryggja öryggi þeirra.

7. Önnur mál.

    1. Reglugerðin – lesa aftur yfir fyrir 20.apríl. Það voru ekki allir sem fengu skjalið til sín.
    2. Samningur umsækjanda og félags – KI sendir á alla til yfirferðar.
    3. Þjónustusamningur – rætt lítillega en endurnýjun samnings er á þessu ári.
    4. Mánaðarskýrsla – inn í skýrslu verður bætt við atriðum frá stjórn ef það á við, t.d. hvað er verið að vinna í.
    5. Námskeið – Ættleiðing fyrir mig? – KI segir aðeins frá síðasta námskeiði.
    6. Nýr starfsmaður – Rut félagsráðgjafi byrjar 24.apríl, fagnar stjórn því.
    7. Aðeins var rætt um umfjöllun sem félagið fékk í fréttum í framhaldi af fjölskylduhátíð, þar sem viðtal var við formann félagsins um vinnu sýslumanns og þau áhrif sem sá hægagangur getur haft á umsækjendur.

Fundi slitið kl. 21.14.

 

 


Svæði