Fréttir

Stjórnarfundur 04.10.2011

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar mánudaginn 4. október 2011 kl. 20:00
Mættir:
Ágúst Hlynur Guðmundsson
Elín Henriksen
Jón Gunnar Steinarsson
Hörður Svavarsson
Vigdís Ósk Sveinsdóttir
Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri ÍÆ sat einnig fundinn.
Dagskrá:
1. Tillaga ráðuneytis um varðveislu gagna
2. Kjör fulltrúa ÍÆ í stjórn NAC
3. Verkefnalisti
4. Önnur mál

-1. Tillaga ráðuneytis um varðveislu gagna.
Lagt fram svar við fyrirspurn gjaldkera ÍÆ frá Kristrúnu Kristinsdóttur og Sigrúnu Bjarnadóttur fyrir hönd dómsmála- og mannréttindaráðherra dagsett 30. Júlí 2010. Efni bréfsins er umsýsla, varðveisla og öryggi gagna hjá Íslenskri ættleiðingu.
Málið var rætt. Framkvæmdastjóri upplýsir að gögn ættleiðingarmála eru nú þegar varðveitt víða eru afrit eða frumrit allra gagn hjá sýslumannsembætti og afrit upprunaupplýsinga o.fl. gagna eru varðveitt hjá Þjóðskrá. Ljóst er að málinu eru mörg vafaatriði og hugtakið gögn er m.a. ekki vel skilgreint ekki er heldur ljóst af hverju ættleiðingarfélagið ætti ekki að eiga aðgang að sínum eigin gögnum. ákveðið að stofna starfshóp á vegum ættleiðingarfélagsins í haust sem skipaður verði a.m.k. tveimur lögfræðingum auk tveggja stjórnarmanna og eða framkvæmdastjóra félagsins.


Svæði