Fréttir

Stjórnarfundur 04.12.1984

Fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar var haldinn á heimili formanns, Elínar Jakobsdóttur.
Meginefni fundarins var það, að til okkar hafði leitað Sigrún Stefánsdóttir, fréttamaður hjá Sjónvarpinu, með þá ósk sína að félagið veitti aðstoð í gerð Kastljósþáttar er fjalla myndi á jákvæðan hátt, um ættleiðignar barna frá fjarlægum löndum.
Voru stjórnarmenn sammála um að jákvæð umfjöllun á þennan hátt gæti orðið til þess að leiðrétta ýmsan misskilning sem kynni að gæta hjá fólki sem lítið viti um þessi mál. Jafnframt kynni þessi þáttur að upplýsa fólk, sem ætti erindi í okkar félag, um tilvist okkar og möguleika þá er bjóðast.
Sigrún kom síðan á fundinn og lagði fram sína hugmyndir. Áhugi hennar hafði vaknað, þegar hún var á leið frá Hollandi s.l. haust og hitti tvenn hjón frá Íslandi á heimleið frá Sri Lana með börnin sín. Hún vildi því gera þessum málum frakari skil á þennan hátt. Þátturinn skyldi byggður upp á viðtölum við formann félagsins, félagsmenn sem farið hafa og sótt börn og aðra sem enn bíða eftir barni. Auk þess viðtal við Ásu Ottesen hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar og e.t.v fleiri. Jafnframt bað hún um að sjónvarpsmenn mættu koma í heimsókn þar sem 10-15 börn af ólíkum aldri og uppruna væru samankomin.
Stjórnin féllst á hugmyndir hennar og var ákveðið að sjónvarpsmenn kæmu í heimsókn á heimili formanns sunnudaginn 16. desemeber, en þátturinn á að sendast út 21. desember 1984. Þar munu verða samankomnir börn og foreldrar þeirra.

Að lokinni heimsók Sigrúnar ræddi stjórnin um framgang mála varðandi Sri Lanka. Í ljósi þess að allt virðist ætla að ganga frábærlega vel var formanni falið að undirbúa sem allra flesta til farar. Í gang er nú dreifibréf til félagsmanna, þar sem allir eru beðnir að lýsa óskum sínum varðandi Sri Lanka. Hvenær fólk er tilbúið til farar, o.s.frv. Ætti því að vera hægt að hefja "stórsókn til Sri Lanka" á nýju ári.

Fram kom sú hugmynd Sigurðar Karlssonar að koma upp lykilmönnum víða um landið (t.d. í hverju kjördæmi). Þetta yrði fólk sem nýjir félagar geta leitað til og fengið fyrstu kynni að því, hvað það er að ættleiða barn af ólíkum uppruna, auk upplýsinga um hvað þarf að gera til að eingast barn á þennan máta. Stjórnarmenn studdu þessa hugmynd og veður unnið að framgangi hennar.

Fram kom að í Hollandi og ef til vill víðar, fær fólk þann kostnað sem lagt er í vegna ættleiðgingar, frádreginn frá skatti. Rætt var um að leita eftir slíku hér á landi á þann veg er líklegastur mætti verða til árangurs.

Á framangreindum fundi voru mættir:
Elín Jakobsdóttir
Guðbjörg Alfreðsdóttir
Birgir Sigmundsson
Monika Blöndal
Sigurður Karlsson
Sérstakur gestur, á hluta fundarins, var:
Sigrún Stefánsdóttir, fréttamaður Sjónvarps.


Svæði