Fréttir

Stjórnarfundur 07.09.2010

Stjórnarfundur ÍÆ
Þriðjudaginn 7. september 2010 kl. 17:15
Mættir:
Hörður Svavarsson
Ágúst Guðmundsson
Elín Henriksen
Finnur Oddsson, sat hluta fundarin
Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir


Dagskrá:
1. Stjórn skiptir með sér verkum
Rætt almennt um verkaskiptingu stjórnar. Afgreiðslu frestað.

2. Fundaform og verklagsviðmið
Lagðar fram hugmyndir að fastmótaðra fundarformi stjórnar og góðum venjum. Jafnframt var farið yfir mikilvægi þess að úthluta ábyrgðarmanni fyrir öll verkefni sem stjórn ákveður að framkvæma og hvenær áætlað er að verkefni ljúki. Rætt um að móta vinnureglur fyrir ákveðna þættir starfseminnar s.s. ferðalög á vegum félagsins, fundi og fleira.

3. Verkefnalisti stjórnar
Farið yfir útistandandi verkefni og ábyrgðarmönnum úthlutað. Lagt upp með að verkefnum verði lokið að mestu fyrir næsta fund.

4. Afleysing á skrifstofu
Gíslína Ólafsdóttir ætlar að leysa framkvæmdastjóra af í sumarfríinu sem framundan er. Framkvæmdastjóra falið að ganga frá samkomulagi við Gíslínu á næstu dögum.

5. Úttekt á málflokknum og viðbrögð vegna fólks á biðlistum sem komið er að tímamörkum
Umsækjendur sem eru að falla af biðlista sökum aldurs hafa leitað til félagsins og óskað eftir því að meðan úttekt á málaflokknum fer fram verði engin forsamþykki látin falli úr gildi. Ákveðið að senda nýjum dómsmálaráðherra bréf með beiðni um að veita fólki skjól meðan úttekt er gerð.

6. Önnur mál
a. Hátíð vegna 40 ára afmælis stjórnarsambands Kína og Íslands. Guðmundur Viðarsson ljósmyndari hefur kynnt framkvæmdastjóra og stjórn félagsins hugmynd sína um ljósmyndasýningu af ættleiddum börnum frá Kína í tilefni af 40 ára afmæli stjórnmálasambands Íslands og Kína, en þann 8. Desember 1971 var skrifað undir samning um stjórnmálasamband landanna. Mjög skemmtilegt framtak sem stjórn ÍÆ er tilbúin að koma að.
b. Indland; fyrirhugað að halda fund fljótlega með umsækjendum á biðlista til Indlands. Ræða á stöðuna á Indlandi og gefa fólki tækifæri á að koma á framfæri spurningum ofl.
c. Umsókn um forsamþykki sem er að finna á vef Dómsmálaráðuneytisins; breyta þarf umsókninni á þann veg að fólk geti strax í sótt um barn með skilgreindar sérþarfir, þ.e. valið þann möguleika.
d. Tekin ákvörðun um að halda upp á 20 ára afmæli Barnasáttmálans sem er þann 23. nóvember n.k. Rætt um að halda hóf og bjóða börnum sem ættleidd hafa verið til landsins á árinu og foreldrum þeirra. Skrifstofu falið að undirbúa daginn.

Fleira ekki rætt og fundi slitið 18:30

Elín Henriksen


Svæði