Fréttir

Stjórnarfundur 11.04.2018

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, miðvikudaginn 11.apríl kl. 20:00 á Hilton Nordica.

Fundinn sátu: Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Ingibjörg Valgeirsdóttir og Lísa Björg Lárussdóttir. Lára Guðmundsdóttir og Sigrún Eva Grétarsdóttir tóku þátt með fjarfundabúnaði.

Einnig sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdarstjóri.

Dagskrá stjórnarfundar

  1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
  2. Mánaðarskýrsla mars
  3. Málþing og námskeið í mars
  4. Euradopt
  5. Heimsókn til Dómíníska lýðveldisins
  6. Stefnumótun félagsins
  7. Önnur mál
  1. Fundargerð síðasta fundar.
    Fundargerð síðasta stjórnarfundar samþykkt.
  2. Mánaðarskýrsla febrúar
    Rædd.
  3. Málþing og námskeið í mars
    Félagið stóð fyrir mjög áhugaverðu málþingi og námskeiði í kjölfar þess. Vel skipulagt og stjórnarmenn ánægðir með viðtökurnar. Góð viðbrögð hafa komið vegna námskeiðsins sem Sarah Naish kenndi á laugardeginum, hefðu mátt koma fleiri félagsmenn.
  4. EurAdopt
    Rætt um væntanlega ráðstefnu EurAdopt í Mílanó Ítalinu í lok maí. Áhugaverð dagskrá með áherslu á breytt umhverfi í ættleiðingarmálum. 
  5. Heimsókn til Dóminíkanska lýðveldisins
    Framkvæmdarstjóri fer yfir ferð sína til Dóminíkanska lýðveldisins, hann mun útbúa minnisblað og senda á stjórnina en lagt til að halda áfram með frekari undirbúningsvinnu vegna hugsanlegs samstarfs.
  6. Stefnumótun félagsins
    Ákveðið að fara í stefnumótunarvinnu fyrir félagið, enda þörf á því vegna vinnu við nýjan þjónustusamning og hugsanlega breytingu á gjaldskrá.
  7. Önnur mál
    7.1. Ósk um fund frá formanni Félags fósturforeldra
    Formaður Félags fósturforeldra sendi tölvupóst á formann ÍÆ og óskaði eftir fundi. Því var vel tekið og er beðið eftir að finna fundartíma. 

Fundi lokið kl. 21:45

Næsti fundur 9.maí kl. 20:00

 

 


Svæði