Fréttir

Stjórnarfundur 17.01.2008

Fundur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar 17. janúar 2008, kl. 20:00
9. fundur stjórnar eftir aðalfund í mars 2007
 
Mættir: Ingibjörg J, Ingibjörg B, Kristjana, Helgi, Karl Steinar og Arnþrúður, Guðrún framkvæmdastjóri sat fundinn.
 
Samningur við Miðlun
Ritnefndin leitaði til Harðar Svavarssonar vegna öflunar auglýsinga í afmælistímarit ÍÆ. Hörður hafði samband við Miðlun sem meðal annars sér um auglýsingaöflun fyrir fyrirtæki og félög. Hann lagði fyrir fundinn samningsdrög við Miðlun sem er tilbún að fara í þessa vinnu strax í næstu viku. Samningsdrögin voru samþykkt með smávægilegum breytingum og viðbót um gildistímabil, sem verður út febrúar. Miðlun vill fá góðar upplýsingar um félagið og blaðið sem verið er að selja auglýsingar í. Væntanlegur útgáfudagur blaðsins þarf að vera ekki seinna en í mars. 
 
Ættleiðingar frá Togo
Karl Steinar og Helgi gerðu grein fyrir fundi sem þeir áttu um hugsanlegar ættleiðingar frá Togo.
 
Staða ættleiðinga í Kína
Biðtíminn í Kína hefur lengst allverulega og útlit fyrir að hann lengist enn meira. Upplýsingar um lengingu biðtímans verða settar á vefsíðuna.      
 
Afmæli ÍÆ
Afmæliðhátíðin verður 17. febrúar 2008 frá kl. 15:00 til 17:00. Sent verður bréf til allra félagsmanna og þeim boðið í afmælið. Rætt um hvernig hægt væri að vekja athygli á félaginu, starfsemi þess og afmælinu í fjölmiðlum.
 
NAC fundur
NAC fundur verður í Danmörku 25. janúar og mun Ingibjörg B. sitja fundinn fyrir hönd ÍÆ. Á fundinum verður meðal annars rætt sérstaklega um ættleiðingar frá Eþíópíu.
 
Fjármál
Fjárlaganefnd gaf ÍÆ aukafjárveitingu upp á 3 milljónir í lok ársins 2007 en áður hafði félagið fengið 6,5 milljónir frá dómsmálaráðuneytinu. Staðfest er að fjárveiting frá dómsmálaráðuneytingu fyrir árið 2008 verður 6,5 milljónir og fjárveiting frá fjárlaganefnd verður 3 milljónir. Gera þarf fjárhagsáætlun fyrir félagið fyrir árið 2008 en fjárhagsstaðan hefur batnað nokkuð við þessar aukafjárveitingar. Dómsmálaráðuneytið veitti ÍÆ styrk upp á 600 þúsund vegna afmælis félagsins.
  
Aðalfundur ÍÆ
Aðalfundur 2008 verður fimmtudaginn 13. mars kl. 20:00. Fjögur sæti í stjórn eru í kjöri. Karl Steinar og Pálmi gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Óskað verður eftir framboðum til stjórnarsetu á vefsíðu félagsins. Reynt verður fá Lene Kamm til að halda erindi á fundinum.
 
Fleira ekki rætt og fundi slitið.
 
Arnþrúður Karlsdóttir
Fundarritari

Svæði