Fréttir

Stjórnarfundur 22.02.2011

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar mánudaginn 22. febrúar 2011 kl. 20:00

Mættir:

Ágúst Hlynur Guðmundsson
Elín Henriksen
Hörður Svavarsson
Karen Rúnarsdóttir
Vigdís Ósk Sveinsdóttir

Fundurinn hófst á því að fundarmenn fóru yfir síðustu fundargerð og samþykktu hana.

Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri ÍÆ sat fundinn.

Mál á dagskrá:
1. Gjaldskrá
2. Tógó
3. Tillaga um að sækja um styrk til innanríkisráðuneytisins
4. Skýrala framkvæmdarstjóra
5. Verkefnalisti stjórnar

1. Gjaldskrá
Ný gjaldskrá félagsins samþykkt eins og hún liggur fyrir í bréfi til ráðuneytisins til umsagnar. Þegar hefur gjaldskráin verið kynnt félagsmönnum á heimasíðu félagsins og á opnum félagafundi en ekki er um neina hækkun á gjöldum að ræða heldur einvörðungu verið að skerpa á hvernig greiðslur vegna ættleiðinga eru sundurliðaðar.

2. Tógó
Lagt er fram skjal þess efnis að Innanríkisráðuneytið hefur veitt Íslenskri ættleiðingu löggildingu til að annast milligöngu um ættleiðingar frá Tógó. Stjórn í.Æ. fagnar þessum áfanga, sem er mikilvægt skref í starfsemi félagsins. Nú eiga munaðarlaus börn í Tógó aukna möguleika á að eignast fjölskyldu. Ættleiðingarsambandið við Tógó er til komið vegna óeigingjarnra starfa einstaklinga innan og utan félagsins og vegna tengsla við landið sem eru til orðin vegna hjálparstarfa a.m.k. tveggja samtaka. Stjórn Íslenskrar ættleiðingar felur framkvæmdastjóra að færa öllum þessum aðilum bestu þakkir fyrir framlag sitt.

3. Tillaga um að sækja um styrk til innanríkisráðuneytis

4. Skýrsla framkvæmdastjóra
Talsverð skjalavinna stendur núna yfir vegna Póllands og Filippseyja.

5. Verkefnalisti stjórnar Elín fer yfir verkefnalista stjórnar.

Fundi slitið kl. 21.00

Vigdís Ó. Sveinsdóttir fundarritari

 

 


Svæði