Fréttir

Stjórnarfundur 27.09.2006

Fundur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar 27. september 2006, kl. 20:00 
8. fundur stjórnar eftir aðalfund í mars 2006 

Mættir: Ingibjörg J. Ingibjörg B. Kristjana, Arnþrúður og og Pálmi. Guðrún framkvæmdastjóri sat fundinn.

Fundarstaður: Húsnæði ÍÆ, Ármúla 36, Reykjavík

1. Starfsmannamál
Eru einhverjir möguleikar á að gera breytingar húsnæðinu þannig að það rúmi 3 starfsmenn? Mikilvægt að fá félagsráðgjafa til starfa hjá félaginu meðal annars vegna Special Need Children. Ljóst er að um er að ræða töluverða hækkun á launakostnaði. Það kostar 800 þúsund kr. að reka skrifstofuna á mánuði núna.

2. Hækkun gjalda
Ljóst er að hækka þarf biðlistagjald og lokagreiðslu umsækjenda um a.m.k. 20% til að það haldi í við hækkun á verðlagi. Hækkun hefur ekki verið gerð síðan 1. mars 2002. Þá þarf að hækka námskeiðisgjaldi upp í 55.000 pr. par kr. til að það standi undir sér. Hækkunin verður sett á 1. nóvember. Framvegis þá verða gjöldin uppreiknuð á 6 mánaða fresti 1. janúar og 1. júlí á hverju ári. Pálmi ætlar að reikna upp hvað gjöldin þurfa að hækka mikið. 

3. Þjálfun nýrra leiðbeinenda
Búið að velja nýja leiðbeinendur á námskeið fyrir þá sem eru að ættleiða í fyrsta sinn en þeir eru Hörður Svavarsson og Arndís Þorsteinsdóttir. Taka þarf saman kostnað sem fylgir því að þjálfa upp nýja leiðbeindendur og gera ráð fyrir þeim kostnaðarlið við útreikning á námskeiðisgjöldum. Töluverður kostnaður við að fá Lene Kamm vegna nýrra leiðbeinenda. Hún kom í síðustu viku og tók viðtöl við umsækjendur og þarf að koma aftur til að þjálfa þá sem verða valdir.

4. Special need children
Ingibjörg J. lagði fyrir fundinn upplýsingar frá þremur erlendum félögum sem eru farin að vinna í þessu ferli. Þessi félög vinna þetta ferli á mismunandi veg. Við þurfum að setja upp hvernig við viljum hafa þetta ferli hjá okkur.

Það þarf að fara í það sem fyrst að kynna þetta ferli fyrir félagsmönnum ÍÆ, láta þá vita að þetta ferli sé komð á og gefa félagsmönnum kost á að skrá sig á biðlista fyrir Special Needs Children. Þeir sem koma inn nýjir verða spurðir hvort þeir hafa áhuga á að skrá sig á þennan lista. allir hlutar ferlisins verða að vera á hreinu áður en farið er í kynningu á því. Arnþrúður, Pálmi, Kristjana og Guðrún ætla að setja saman vinnuferli og skoða alla mögulega kosti í þessu, verður gert strax í næstu viku.

5. NAC fundur í Kristiansand 8. til 10 september
Fundar gerð NAC fundarins var lögð fyrir fundinn. Annars vegar var um að ræða hefðbundinn stjórnarfund og hins vegar formannafund. Í ársskýrslu kemur fram m.a. að síðasta ár hefur einna helst einkennst af vinnu við Haag sáttmálann, þann kafla sem fjallar um ættleiðingar og tillögur að breytingum.

Á formannafundinum var boðið upp á tvo fyrirlestra. Alf Kjetil Igland blaðamaður og faðir 2ja ungra manna ættleiddra frá Kólumbíu talaði um börn og fjölmiðla og hvernig hægt er að hafa áhrif á fjölmiðla hvað varðar umfjöllun um ættleiðingar / kjörforeldra / kjörbörn / kynforeldra.

John Nathan kemur frá Indlandi en hefur búið í Noregi í nokkur ár og starfar sem deildarstjóri hjálparstarfs sem rekið er frá Noregi talaði um stjórnun og uppbyggingu sjálfboðaliða félaga. Fram kom að mikilvægt væri að hafa opin samskipti, tryggð og stolt. Nauðsynlegt er að dreifa störfum og ábyrgð og deila vinnunni niður miðað við getu hvers og eins. Hann kom einnig inn á það hvernig samsetning stjórnar er í slíkum félögum er t.d. nægilegt að vera foreldri eða skiptir starf, reynsla eða menntun einhverju máli.

Þá voru umræður um Consumerism (verslunarhyggja, neysluhyggja). Margir áhugverðir punktar voru ræddir og var fundarmönnum skipt upp í minni umræðuhópa.

Danir og Svíar gerðu grein fyrir ættleiðingum í Vietnam en þar eru ýmis vandamál á ferð. Var meðal annars talað um að sumar þjóðir brjóti siðareglur sem norðurlandaþjóðir og þjóðir sem eru aðilar að EurAdopt hafa skrifað undir, alþjóðlega samninga eins og Haag og barnasáttmála sameinuðu þjóðanna.

Þá var rætt um tillögu EU sem lítur að ættleiðingarmálum sem segir í stuttu máli að ættleiðingar milli landa sé ávallt síðasti kosturinn og að stofnanadvöl í upprunalandin sé betri kostur. Þessi stefnubreyting er algjörlega í andstöðu við barnasáttmála sameinuðu þjóðanna, Haag sáttmálann og fleiri sáttmála.

Ingibjörg J. og Gerður sem fóru á þennan fund fyrir hönd félagsins voru sammála um að þetta hafi verið með betri og innihaldsríkari fundum sem sóttir hafa verið á undanförnum árum.

6. Styrkjanefndin
Næsti fundur verður í næstu viku. Búið er að vinna vel í nefndinni og tekst vonandi að klára fyrir tilsettan tíma.

7. Önnur mál

a) Dagskrá skemmtinefndar í vetur lögð fyrir stjórn. Skemmtinefnd á hrós skilið fyrir glæsilega dagskrá sem er samþykkt í heilu lagi.

b) Rætt um tillögu EU um ættleiðingarmál sem segir að ættleiðingar milli landa sé ávallt síðasti kosturinn. ÍÆ verður að senda eitthvað frá sér varðandi þessa tillögu.
 

Næsti fundur ákveðinn 11. október. Fleira ekki rætt og fundi slitið.

Arnþrúður Karlsdóttir

Fundarritari


Svæði