Fréttir

Stjórnarfundur 27.10.2009

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar miðvikudaginn 14. október 2009, kl. 16.30 haldinn í Húsi Verslunarinnar 7. hæð.

14. fundur stjórnar

Mættir:

Finnur Oddsson 
Ágúst Guðmundsson
Hörður Svavarsson
Margrét Rósa Kristjánsdóttir
Pálmi Finnbogason
Vigdís Ósk Sveinsdóttir

Fundurinn hófst á því að fundarmenn fóru yfir síðustu fundargerð.

Mál á dagskrá: 
1. Innri skoðun á félaginu
2. Af rýnifundum
3. Önnur mál

1. Innri skoðun á félaginu.
Í ljósi stöðu ættleiðinga til Íslands er það mat stjórnar og skýr krafa félagsmanna að stofnað verði til nýrra sambanda. Hins vegar veitir fjárveiting ríkisins og tekjugrunnur félagsins ekki mikið svigrúm til slíkra starfa. Því var rætt um að leita eftir aðkomu stuðningi félaga sem vilja leggja hönd á plóg við að stofna til nýrra sambanda um ættleiðingar við fleiri lönd. Nánari útfærsla þess verður kynnt síðar.

2. Af rýnifundum.
Rýnifundir voru haldnir með félagsmönnum hinn 13. október sl., og var þátttakendum skipt í tvo hópa, annars vegar þá sem voru á biðlista eftir fyrsta barni til ættleiðingar og hins vegar þeir sem höfðu ættleitt áður. Þátttakan var góð og félagsmenn almennt ánægðir með framtakið. Á rýnifundunum átti sér stað afar gagnleg umræða um starf og áherslur ÍÆ. Niðurstöður verða nýttar til áframhaldandi uppbyggingar og aðlögunar á starfsemi ÍÆ .

3. Önnur mál.
Til stendur á næstu dögum að stjórn fundi með stjórn Alþjóðlegrar ættleiðingar.

Fundi slitið kl. 18.15.

Vigdís Ó. Sveinsdóttir fundarritari


Svæði