Fréttir

Stjórnarfundur 28.09.2009

Fundur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar þriðjudaginn 28. september 2009, kl. 17.15

Haldinn í Húsi verslunarinnar, 7. hæð.

12. fundur stjórnar

Mættir:

 
Ágúst Guðmundsson
Hörður Svavarsson
Karl Steinar Valsson
Margrét Rósa Kristjánsdóttir
Pálmi Finnbogason
Vigdís Ósk Sveinsdóttir
Finnur Oddsson
 

Fundurinn hófst á því að fundarmenn fóru yfir síðustu fundargerð og samþykktu hana. 

 
Mál á dagskrá:
 
  1. Starfsemi ÍÆ
  2. Önnur mál.
 

1. Starfsemi ÍÆ.
Á aðafundi Í.Æ. var upplýst um hug þáverandi stjórnar á að halda sérstaka rýnifundi. Stjórn ákveður nú að halda rýnifundi fyrir félaga hinn 13. október n.k. Markmiðið með fundunum er að afla upplýsinga um starf félagsins og þjónustu gagnvart félagsmönnum, til þess að efla og bæta starfið til framtíðar. Finnur lagði drög að tölvupósti til félagsmanna sem stjórn ætlar svo að láta í hendur Guðrúnar að senda á netföng félagsmanna.

2. Önnur mál. 
Bréf til utanríkisráðuneytisins. 
Stjórn mun á næstu dögum senda Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra bréf þar sem stjórn vill hrósa því starfi sem unnið er vegna ættleiðinga í gegnum sendiráð Íslands í Kína. Stjórnin telur mikilvægt að einnig sé hrósað fyrir þá hluti sem vel eru gerðir í þjónustu ættleiðingarmála.

Bréf til NAC. 
Stjórn hefur ákveðið að senda NAC bréf í þeim tilgangi að upplýsa samtökin um stöðu ættleiðingarmála á Íslandi og efla og styrkja sambandið á milli hinna nýju stjórnar ÍÆ og NAC.

Innheimta félagsgjalda
Ákveðið að ekki séu forsendur núna til að fara í átak til að koma félagsgjöldum í kreditkortainnheimtu. Ákveðið að hefja innheimtu félagsgjalda með innheimtukerfi bankastofnunar án heimsendingar á greiðsluseðli úr pappír, innheimtukrafan komi einungis fram í heimabanka félagsmanna fyrst um sinn.

Félagaskrá
Ágúst hefur haft til skoðunar félagakerfið xx frá hönnuðum kerfisins en félaginu býðst að taka kerfið til notkunar án endurgjalds. Ákveðið að færa félagskra Í.Æ. inn í kerfið til reynslu.

Erindi frá félaginu
Ákveðið að þegar póstur, sem varðar stöðu Í.Æ. og vænta má að krefjist aðkomu stjórnar seinna, er sendur út á vegum félagsins skuli stjórnarmenn fá sent afrit af þeim pósti.

Nepal
Rætt var um stöðu félagsins gagnvart tengiliðum þess í Nepal

Suður Afríka
Karl flutti stutt yfirlit yfir sína vinnu í málinu og fundi með aðilum. Ákveðið að óska upplýsinga frá ráðuneyti um þau samskipti sem farið hafa fram milli stjórnvalda í löndunum.

Indland.
Rætt var um stöðu félagsins gagnvart tengiliðum þess á Indlandi. Á fundi með fráfarandi formanni félagsins í febrúar með sendiherra Indlands, kom fram mikill jákvæðni sendiherrans í garð félagins og vilji til að vera í góðum tengslum við það. Ákveðið að fulltrúar nýrrar stjórnar gangi á fund sendiherrans til að viðhalda þessum góðu tengslum.

Fundi slitið kl. 18.55.

Vigdís Ósk Sveinsdóttir
fundarritari


Svæði