Fréttir

Stjórnarfundur 30.06.2015

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 30. júní 2015, kl. 20:00.

 Fundinn sátu: Sigrún María Kristinsdóttir, Ágúst Hlynur Guðmundsson, Hörður Svavarsson og Vigdís Ó. Häsler Sveinsdóttir. Kristinn Ingvarsson framkvæmdarstjóri sat fundinn.

Fundargerð ritaði: Vigdís Ó. Häsler Sveinsdóttir. 

Dagskrá:

1. Fundargerð.
Fundargerð stjórnar gerð á stjórnarfundi dags. 9. júní 2015.
Niðurstaða fundar: Samþykkt. 

2. Meðferð ættleiðingarmála (sbr. reglugerð og þjónustusamning). Ítrekun á erindi til Innanríkisráðuneytisins, dags. 11. júní 2015.
Vísað er til bókunar frá stjórnarfundi dags. 9. júní sl. varðandi erindi Gests Pálssonar, sérfræðings í barnalækningum á Barnaspítala Hringsins, dags. 19. maí sl. Innanríkisráðuneytið hefur sent fundarboð til stjórnar ÍÆ og framkvæmdastjóra og boðað til fundar þann 18. ágúst nk. Fundarboð lagt fram.
Niðurstaða fundar: Innanríkisráðuneytið hefur boðað stjórn ÍÆ, framkvæmdastjóra félagsins og fulltrúa Velferðarráðuneytisins á fund hinn 18. ágúst nk. kl. 11:00. Það er mat stjórnar ÍÆ að upp sé komin mjög alvarleg staða. Er það jafnframt mat stjórnar að seint er brugðist við jafn alvarlegri stöðu af hálfu stjórnvalda með því að boða til fundar svo seint. Mikilvægt sé að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin strax. Framkvæmdastjóra falið að koma þessari afstöðu stjórnar við ráðuneytið. 

Fylgiskjal: Bréf frá Gesti Pálssyni sérfræðingi í barnalækningum á Barnaspítala Hringsins, dags. 19. maí 2015.

3. Uppgjör síðustu fjögurra mánuða ársins.
Fjárhagsáætlun síðustu fjögurra mánuða lagt fram.
Niðurstaða fundar: Samþykkt. 

4. Erindi varðandi heimildarmyndagerð. Ítrekuð beiðni frá Kamila Zlatušková.
Stjórn barst erindi frá Kamila Zlatušková um að hún hefði áhuga fyrir því að gera heimildarmynd um ættleiðingar á börnum frá Tékklandi til Íslands.
Niðurstaða fundar: Framkvæmdastjóra falið að tilkynna Kamilu að hann sé reiðubúinn að hitta hana sem fulltrúi ÍÆ í ágúst, eftir að staðfesting berst frá framkvæmdastjóra tékkneska miðstjórnvaldsins. 

5. Önnur mál.

  1. Fundur fór fram í Utanríkisráðuneytinu í dag þar sem framkvæmdastjóri ÍÆ hitti þar fyrir fulltrúa ráðuneytisins. Rædd voru málefni Rússlands. Kom fram af hálfu ráðuneytisins að erfitt verður að koma á ættleiðingum frá Rússlandi til Íslands, enda sé pólitískt ástand erfitt vegna deilunnar í Úkraínu og þátttöku Íslands í NATO.
  2. Á fundi í Utanríkisráðuneytinu voru málefni Suður-Afríku jafnframt rædd og ráðuneytið hefur verið að vinna ötullega að því verkefni. Rætt var um áhuga félagsins til þess að stofna til sambands við Víetnam og Kambódíu. Kom fram hjá fulltrúum ráðuneytisins að forseti Íslands væri á leið til Víetnam í nóvember. Framkvæmdastjóra falið að hafa samband við skrifstofu forseta um ferðatilhögun stjórnar með fylgdarliði forseta.
  3. Haustfundur NAC verður haldinn í Osló 24.-26. september nk.
  4. Vísindaráðstefna á Nýja-Sjálandi, 9. janúar 2016.
  5. Ný gjaldskrá. Framkvæmdastjóra falið að leggja drög að nýrri gjaldskrá og kostnað vegna fyrirhugaðra ferðalaga stjórnarmanna og starfsmanna skrifstofu fyrir haustið 2015-janúar 2016.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22.


Svæði