Fréttir

Styrkjamálin

Nú hefur þingsályktunartillaga Guðrúnar Ögmundsdóttur og fleiri þingmanna um ættleiðingarstyrki verið tekin fyrir á Alþingi og var fyrsta umræða um tillöguna í dag.
Framhald umræðunnar verður líklega á þingfundi á morgun, miðvikudag, og síðan atkvæðagreiðsla. Er búist við að málinu verði vísað til heilbrigðis- og trygginganefndar til frekari umfjöllunar.

Stjórn ÍÆ hefur undanfarin ár skrifað nokkrum ráðherrum, fundað með dómsmálaráðherra og einnig heilbrigðis- og tryggingaráðherra, kynnt málið fyrir ýmsum, td þingmönnum og unnið að því að styrkir þessir yrðu teknir upp á Íslandi. Sjá m.a. góða grein Ingibjargar Jónsdóttur, formanns ÍÆ, í fréttabréfi ÍÆ sem út kom fyrir jól.

Að undanförnu hefur hópur kjörforeldra einnig barist fyrir tilkomu styrkjanna, vakið athygli á þessu máli og m.a. verið sýnilegur í fjölmiðlum.

Við vonumst til þingsályktunartillagan verði samþykkt og í kjörfarið komi gott frumvarp sem alþingismenn geta samþykkt án frekari tafa.

 

Svæði