Fréttir

Tengslamyndunar- og einhverfurófin, hvernig greinum við á milli.

Fræðsla um tengslamyndunar- og einhverfurófin, hvernig greinum við á milli.
Björn Hjálmarson sér um fyrirlesturinn en hann er barna- og unglingageðlæknir á BUGL og hefur starfað þar síðan 2013.
Áður en hann hóf störf á BUGL starfaði hann á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Fræðslan hefst klukkan 18.00 þriðjudaginn 12.febrúar og er haldin í Framvegis, Skeifunni 11, Reykjavík, 3.hæð. 
Fræðslan er öllum opin, frítt er fyrir félagsmenn en kostar 2900 kr fyrir aðra.


Svæði