Fréttir

Útilega ÍÆ 12.-14.júlí 2013

Í ár verður útilega ÍÆ haldin í Varmalandi í Borgarfirði. Þar erum við með bókað húsið sem er með góðan samkomusal, eldhús og 10 gistiherbergi og svo erum við með afmarkað merkt  tjaldsvæði.

Opin sundlaug er á staðnum sem hægt er að nýta sér http://www.sundlaug.is/vesturland-sundlaugar/57-varmaland.

Dagskráin verður auglýst betur síðar en á laugardeginum verður aðal skemmtidagskráin og á sunnudeginum ætlum við að hittast í samkomusalnum kl. 11:00 þar sem allir koma með eitthvað á sameiginlegt borð svo við getum átt góða stund saman áður en haldið er heim. Einnig er hægt að koma á laugardeginum og vera bara yfir daginn og fara að dagskrá lokinni.

Kjötbúðin http://kjotbudin.is/grillthjonusta/ sér um sameiginlegt grill á laugardagskvöldinu og er matseðillinn eftirfarandi:  Heilgrillað  lambalæri og BBQ kjúklingabringur.

Bakaðar kartöflur og sætkartöflusalat.

Ferskt salat með fetaosti og sólþurkuðum tómötum.

Léttsteikt grænmeti.

Gular baunir

Sultaður rauðlaukur

Heit sósa og bearnais sósa

Verð fyrir mat: 3.450 kr. á mann fyrir fullorðinn,  ½ gjald fyrir börn að 12 ára og frítt fyrir börn 4 ára og yngri. Allir koma með eigin drykkjarföng.

Þátttökugjald: 1000 kr. á fullorðinn félagsmann  ÍÆ, 2750 kr. á fullorðinn utanfélagsmann og frítt fyrir börnin  (innifalið öll aðstaðan, skemmtiatriði, pylsugrill og smá glaðningur fyrir börnin).

Gisting á tjaldsvæði: Frítt fyrir félagsmenn ÍÆ yfir helgina, 2000 kr á fullorðinn utanfélagsmann   ( í tjaldi, tjaldvagni eða fellihýsi).

Innigisting: 5000 kr. nóttin í herbergi (tvö einbreið rúm,  hægt að fá auka dýnur en fólk þarf að koma með sængur).

Skrifstofa ÍÆ sér um skráningu og innheimtu. Best er að senda tölvupóst á isadopt@isadopt.is til að skrá sig. Þar þarf að koma fram: nafn, kennitala og sími greiðanda, fjöldi fullorðna, fjöldi barna, aldur barna, hvort taka eigi þátt í sameigilegum mat og hvort gista eigi og þá hvernig.

Skráningu líkur 7. júlí.

Hlökkum til að sjá sem flesta

Skemmtinefndin


Svæði