Fréttir

Við skoðum Tæland

Þessa dagana er erindreki á vegum Íslenskrar ættleiðingar í Tælandi að kanna möguleika á tengslum við stofnanir þar í landi.

Íslensk stjórnvöld hafa gert milliríkjasamning um ættleiðingar við Tæland. Íslensk ættleiðing er með löggilt ættleiðingasamband við Tæland en er ekki með nein sambönd þar innanlands og ættleiðingar frá Tælandi til Íslands hafa eingöngu verið svokallaðar fjölskylduættleiðingar.1

Nokkur fjöldi ættleiðinga er út úr landinu og ofangreint milliríkjasamband og löggilding sem þegar eru til staðar kunna að auðvelda félaginu tengslamyndun innanlands í Tælandi.

Um þessar mundir er erindreki á vegum Íslenskrar ættleiðingar í Tælandi að leita eftir samskiptum við stofnanir þar í landi. Dóms- og mannréttindaráðuneytinu hefur verið tilkynnt um þetta frumkvæði félagsins.

1. Fjölskylduættleiðingar
Með orðunum alþjóðleg fjölskylduættleiðing er átt við ættleiðingu erlends ríkisborgara eða fyrrum erlends ríkisborgara, sem á fasta búsetu hér á landi, á tilteknu barni, sem er umsækjanda náskylt og sem er búsett í upprunalandi hans. Þetta á við hvort sem umsækjandi sækir einn um ættleiðingu eða með maka sínum.


Svæði