Fréttir

Visir.is - Brynja Dan hitti móður sína eftir 30 ára aðskilnað

LÍFIÐ 13:00 31. OKTÓBER 2016

Brynja Dan hitti móður sína eftir 30 ára aðskilnað STEFÁN ÁRNI PÁLSSON SKRIFAR „Er þetta hún?" spurði tárvot Brynja M. Dan Gunnarsdóttir þegar hún fékk að sjá gamla ljósmynd af líffræðilegri móður sinni í þættinum Leitin að upprunanum sem var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi, en í fyrstu tveimur þáttunum var fjallað um leit Brynju að móður sinni í Sri Lanka.

Báðir hafa þættirnir vakið gríðarlega athygli og umtal en í gær fengu áhorfendur loksins að sjá augnablikið þegar mæðgurnar hittust og féllust í faðma, þrjátíu árum eftir að móðirin gaf Brynju til ættleiðingar.

Brynja hafði ekki komið til upprunalandsins frá því hún var gefin en í meðfylgjandi broti úr þættinum má sjá hana skoða sig um í Sri Lanka - landinu sem hún hefði getað alist upp í hefðu málin þróast öðruvísi.

Einnig má sjá augnablikið þar sem Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, umsjónarmaður þáttarins, sýndi Brynju myndina en um var að ræða gamla brúðkaupsmynd, þá einu sem Brynja hefur séð af móður sinni fyrir utan þá sem var tekin þegar hún gaf Brynju til ættleiðingar.

Visir.is - Brynja Dan hitti móður sína eftir 30 ára aðskilnað


Svæði