Fréttir

Aðalfundur

Nú líður að aðalfundi sem verður haldinn 26. mars.

Við viljum því minna félagsmenn sem enn eiga eftir að greiða árgjaldið 2008 að greiða strax. Munið að einungis skuldlausir félagsmenn hafa atkvæðisrétt.

Í ár er kosið um 3 sæti en tveir stjórnarmenn hafa ákveðið að hætta og einn gefur kost á sér til endurkjörs.  Þeir sem vilja gefa kost á sér eru beðnir að senda tölvupóst til isadopt@isadopt.is sem fyrst og í síðasta lagi 11. mars.  Frambjóðendur verða kynntir á www.isadopt.is  2 vikum fyrir aðalfund.

Alltaf vantar fólk til starfa í nefndum, nú eru starfandi hjá ÍÆ skemmtinefnd, ritnefnd, fjáröflunarnefnd og PAS nefnd ( Post Adoption Service/ fræðsla og stuðningur eftir ættleiðingu)  Að starfa í nefnd er góð leið til að kynnast fleiri félagsmönnum og leggja sitt af mörkum til að efla starfsemi félagsins.  Hafið endilega samband og gefið kost á ykkur.

Aðalfundurinn í ár verður í skemmtilegum nýjum sal sem kallast Skarfurinn –linkur- og er við Skarfabakka í Reykjavik, við Viðeyjarferjuna.  Eins og áður sagði verður fundurinn 26. mars og hefst kl. 20.00 á hefðbundnum aðalfundarstörfum;  skýrslu formanns, umræðu um ársreikning, kjöri stjórnar og ákvörðun félagsgjalda.  Að þeim loknum verður kaffihlé og eftir það frásögn hjóna sem fóru með ættleidda dóttur til náms í Shanghai á síðasta ári.

Sjá fundarboð


Svæði