Fréttir

Kínversk vorhátíð 3.febrúar - aflýst

Sendiherra Kína JIN Zhijian býður öllum börnum ættleiddum frá Kína og fjölskyldum þeirra á Kínverska vorhátíð (Chinese Spring Festival Gala) sem haldin verður mánudaginn 3.febrúar klukkan 19:30 í Háskólabíó. 
 
Fram koma fjöldi listamanna úr listahópi frá Innri Mongólíu sem sýna m. a. hefðbundna dansa og flytja þjóðlagatónlist. Þar verður leikið á hið hefðbundna strengjahljóðfæri „Morin khuur“ og hinn sérstæði barkasöngur sunginn auk fjölda fleiri atriða.

Aðgangur er gjaldfrjáls en þar sem sætafjöldi er takmarkaður þarf að panta miða hjá þeim fyrir 22.janúar á netfanginu: chinaemb@simnet.is , tilgreina miðafjölda og póstfang og miðarnir verða svo sendir út með pósti. 

Sunnudaginn 2. febrúar býður Konfúsíusarstofnun í samstarfi við Kínverska sendiráðið gesti velkomna á opinn dag í Hörpu, á 2. hæð, frá kl. 13:30-16:00.

Nánar má fræðast um viðburðinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/739002539959684/ 

Viðburðunum hefur verið aflýst:

 


Svæði