Fréttir

Aðalfundur ÍÆ 2008

Aðalfundur var haldinn á hótel Lofleiðum fimmtudagskvöldið 13. mars. Hófst hann á fyrirlestri Lene Kamm um ættleiðingu frá sjónarhóli barnsins þar sem fram komu margar góðar ábendingar til kjörforeldra.

Eftir kaffihlé voru hefðbundin aðalfundarstörf. Í stjórn Íslenskrar ættleiðingar sitja nú:
Ingibjörg Jónsdóttir, formaður, 
Ingibjörg Birgisdóttir, varaformaður, 
Kristjana Jóhannsdóttir gjaldkeri 
Arnþrúður Karlsdóttir ritari. 
Meðstjórnendur eru Helgi Jóhannsson og nýir stjórnarmenn Finnur Oddsson og Ragna Freyja Gísladóttir.

Reikningar félagsins fyrir síðasta starfsár voru lagðir fram og samþykktir athugasemdalaust. 
Ákveðið var að hækka árgjald 2008 upp í kr. 5.000 og verður það innheimt á vormánuðum.


Svæði