Í Tékklandi er ferlið öðruvísi. Fyrst þarf að sækja um leyfi ættleiðingar til Tékklands en það er gert eftir 3 eftirfylgniskýrslur og 6 mánuði. Þegar leyfi ættleiðingar frá Tékklandi er komið er hægt að sækja um staðfestingu réttaráhrifa hjá sýslumannsembættinu.
- Erlent ættleiðingarskjal eða ættleiðingardómur
- Erlent vegabréf barnsins
- Skjal sem sýnir að mátt hafi ættleiða barnið
- Fæðingarvottorð barnsins
Foreldrar koma á skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar og skrifa undir umsóknina sem send er af félaginu til sýslumannsembættisins.