Skilyrði í Kólumbíu

Eingöngu hægt að senda umsókn til Kólumbíu um börn með skilgreindar þarfir og/eða heilbrigð börn sem eru 7 ára / 10 ára og eldri.  Einnig er hægt að sækja um að ættleiða heilbrigð systkini 2 eða fleiri á aldrinum 0-10 ára. Mjög mikilvægt er að í umsögn félagsráðgjafa sé kafli sem fjallar sérstaklega um þetta. Sjá hér

Nauðsynlegt er að fylla út lista yfir skilgreindar þarfir og félagsráðgjafi þarf að meta listann í umsögn sinni. 

Listi yfir skilgreindar þarfir á spænsku
Listi yfir skilgreindar þarfir á ensku

Mjög mikilvægt er að merkja við nokkur atriði á þessum lista og senda með umsókninni ef óska á eftir því að ættleiða barn með skilgreindar þarfir frá Kólumbíu.

Frekari skilyrði:

Guidelines completo 

Ef umsækjendur eru í hjúskap eða sambúð þurfa þau að hafa verið í hjónabandi / sambúð í a.m.k. tvö ár.

Samkynhneigðir mega ættleiða frá Kólumbíu.

Einhleypir geta sótt um að ættleiða börn eldri en 10 ára eða börn með skilgreindar þarfir.

Hjón geta sótt um að ættleiða börn með skilgreindar þarfir 0 ára og eldri, heilbrigð börn 7 ára og eldri, systkin með skilgreindar þarfir 0-7 ára eða heilbrigð systkin 0-10 ára.

Fjárhagur skal vera nægilega traustur til að viðkomandi geti tryggt barninu fullnægjandi framfærslu.

Lágmarksaldur umsækjenda þarf að vera 25 ára en engin regla er varðandi hámarksaldur en yfirleitt er meginreglan að hámarksaldur milli foreldra og barns sé ekki meiri en 40-45 ár. Undantekningar eru þó þegar umsækjendur sækja um að ættleiða börn með skilgreindar þarfir. 

 

Svæði