jónustugjöld - yfirlit
Þjónustugjöld og kostnaður í hverju landi fyrir sig er greiddur á mismunandi tíma í ferlinu. Nánari útlistun á þjónustugjöldum og öðrum gjöldum er neðar á síðunni.
"Er ættleiðing fyrir mig | 82.000 kr | Fyrir hvern þátttakanda |
1. Umsókn um forsamþykki | 185.612 kr | Greitt þegar umsókn er send til sýslumannsembættisins |
2. Umsóknargjald | 157.500 kr | Greitt þegar umsókn er send til upprunalands |
3. Pörun við barn | 157.506 kr | Greitt þegar umsækjendur hafa verið paraðir við barn |
4. Heimkoma | 110.250 kr | Greitt við heimkomu fjölskyldunnar til Íslands |
Skipta um land | 58.312 kr | Greitt ef umsækjendur ákveða að skipta um land |
Ráðgjafaviðtöl | 15.000 kr | Innifalið í þjónustugjöldum (1, 2, 3, 4), sé það greitt |
Fræðsla á leikskóla | 30.000 kr | Innifalið í (4. Heimkoma), sé það greitt |
Fræðsla í skóla | 30.000 kr | Innifalið í (4. Heimkoma), sé það greitt |
Ráðgjöf hjá lækni | 15.873 kr | Innifalið í (1. Umsókn um forsamþykki), sé það greitt |
Kostnaður Kólumbía (áætl) |
~4.500.000 kr |
Með þjónustugjöldum 5.192.868 kr - styrkir * 4.213.410 kr |
Kostnaður Tékkland (áætl) |
~3.200.000 kr |
Með þjónustugjöldum 3.892.868 kr - styrkir * 2.913.410 kr |
Kostnaður Tógó (áætl) |
~3.600.000 kr |
Með þjónustugjöldum 4.292.868 kr - styrkir * 3.313.410 kr |
* Við heimkomu er hægt að sækja um ættleiðingarstyrk sem í dag (17.2.2023) er 779.458 kr (ef börnin eru tvö verður styrkurinn 935.350) og styrk frá stéttarfélagi sem er um 100.000-200.000 kr (fer eftir stéttarfélagi)
“Er ættleiðing fyrir mig?”
Gjald fyrir hvern þátttakanda kr. 82.000
Samkvæmt lögum um ættleiðingar frá 31.desember 1999 er umsækjendum um forsamþykki skylt að leggja fram staðfestinu á að þeir hafi sótt námskeið um ættleiðingar erlendra barna. Sækja þarf undirbúningsnámskeið fyrir útgáfu forsamþykkis. Heimilt er þó að gefa út forsamþykki áður en umsækjendur hafa sótt námskeið samkvæmt 1. mgr. 30.gr. laga nr. 238/2005 um ættleiðingar hafi slíkt námskeið ekki verið haldið frá því að umsókn um forsamþykki barst sýslumanni og öll önnur skilyrði fyrir útgáfu þess eru uppfyllt. Sé slíkt forsamþykki gefið út skulu umsækjendur staðfesta skriflega að þeir muni sækja fyrsta mögulega námskeið.
Umsókn um forsamþykki
Umsóknargjald kr. 185.612
Sundurliðun:
Fyrsta viðtal kr. 15.000
Tæknileg aðstoð kr. 15.000
Fræðsla um megininntak laga kr. 15.000
Máttur tengslanna kr. 5.900
Viðtal hjá barnalækni kr. 15.873
Upphafið og tengsl kr. 15.000
Fræðsla til barnaverndar kr. 15.000
Að verða og vera foreldri kr. 15.000
Ættleidda barnið kr. 15.000
Upprunalönd kr. 15.000
Viðbragðssjóður kr. 20.000
Ráðgjafaviðtal kr. 15.000
Umsýslugjald kr. 8.839
Umsóknargjald vegna forsamþykkis skal greitt við skráningu hjá félaginu.
Fyrsta viðtal er greitt við skráningu á viðtali og dregst þá af umsóknargjaldi. Tæknileg aðstoð er aðstoð skrifstofu við umsækjendur um forsamþykki, símtöl, tölvupóstur o.s.frv. Fræðsla um megininntak laga fer fram við undirskrift samnings um þjónustu varðandi ættleiðingu. Allir fá viðtal hjá barnalækni í umsóknarferlinu. Upphafið og tengsl, Að vera og verða foreldri, Ættleidda barnið og Upprunalönd eru allt fræðslur samkvæmt fræðsluáætlun félagsins. Fræðsla til barnaverndar er til að samhæfa mat á umsækjendum og veita þeim betri möguleika á pörun í framtíðinni. Viðbragðssjóður er hugsaður fyrir þær fjölskyldur sem verða fyrir óvæntum áföllum eftir að þau hafa samþykkt pörun og ekki verður að ættleiðingu barns. Umsækjendur eiga rétt á einu viðtali hjá ráðgjafa félagsins í þessu ferli, ef þeir óska eftir frekari þjónustu er greitt aukalega fyrir það. Umsýslugjald er 5%.
Umsóknargjald
Umsóknargjald kr. 157.500
Sundurliðun:
Tæknileg aðstoð kr. 15.000
Sendingakostnaður kr. 15.000
Næstu skref og biðin kr. 15.000
Viðtöl hjá ráðgjafa kr. 60.000
Viðhald ættleiðingarsambanda kr. 45.000
Umsýslukostnaður kr. 7.500
Umsóknargjald vegna umsóknar til upprunalands skal greitt áður en að umsókn er send út.
Tæknileg aðstoð er aðstoð skrifstofu við umsækjendur varðandi umsókn til upprunalands. Sendingakostnaður umsóknarinnar miðast við gjaldskrá DHL. Næstu skrefin er fræðsla samkvæmt fræðsluáætlun félagsins. Viðtal hjá ráðgjafa eru viðtöl hjá ráðgjöfum félagsins vegna árlegrar uppfærslu á umsókn í upprunaríki. Gert er ráð fyrir að biðtíminn sé tvö ár og að umsækjendur greiði fyrir tvö viðtöl hvort ár. Viðhald ættleiðingarsambands er til að auðvelda félaginu að standa vörð um hagsmuni félagsmanna með heimsóknum til upprunalanda barnanna. Umsýslugjald er 5%.
Pörun við barn
Þjónustugjöld vegna pörunar kr. 157.506
Sundurliðun:
Álit lögfræðings kr. 14.816
Álit barnalæknis kr. 13.845
Viðtal hjá barnalækni kr. 13.845
Viðtal hjá ráðgjafa kr. 15.000
Barnið mitt / barnið okkar kr. 22.500
Ferðafræðsla kr. 15.000
Aðstandendafræðsla kr. 30.000
Tæknileg aðstoð kr. 15.000
Sendingakostnaður 17.gr.c samþykkis kr. 10.000
Umsýslugjald kr. 7.500
Þjónustugjald vegna pörunar skal greiða eftir að verðandi foreldrar hafa fengið upplýsingar um að þeir hafa verið paraðir við barn og skal greiðast áður en að þeir fara til upprunalandsins.
Samkvæmt reglugerð ber félaginu að meta hvort gögn um barnið séu fullnægjandi. Félagið fær álit lögfræðings á gögnum um barn frá upprunaríki þess. Samkvæmt reglugerð ber félaginu að fá álit frá lækni á gögnum barnsins. Verðandi foreldrar fá viðtal hjá barnalækni til að meta upplýsingarnar. Verðandi foreldrar fá viðtal hjá félagsráðgjafa félagsins til að meta upplýsingar um þroska barnsins. Barnið mitt/barnið okkar er fræðsla samkvæmt fræðsluáætlun félagsins. Félaginu ber að aðstoða verðandi foreldra við ferðalagið samkvæmt reglugerð, þetta er fræðsla sem er samkvæmt fræðsluáætlun. Aðstandendafræðsla fer fram á meðan fjölskyldan er í upprunaríki barnsins og er stíluð inná fræðslu fyrir nánustu fjölskyldu og vini foreldra barnsins. Tæknileg aðstoð er önnur aðstoð og samskipti við upprunaríkið og verðandi foreldra í þessum stað í ferlinu. Samþykkisbréf 17.gr.c er samþykki félagsins um að ættleiðingin fari fram eftir lögmálum Haagsamningsins, bréfið er sent með hraði eftir að verðandi foreldrar hafa samþykkt að ættleiða barnið. Umsýslugjald er 5%.
Heimkoma
Þjónustugjöld við heimkomu kr. 110.250
Eftirfylgd ráðgjafa kr. 45.000
Aðlögun í leikskóla kr. 30.000
Aðlögun í grunnskóla kr. 30.000
Umsýslugjald kr. 5.250
Gjald við heimkomu skal greiðast við heimkomu fjölskyldunnar til Íslands eftir að ættleiðingarstyrkur er afgreiddur frá Vinnumálastofnun. Eftirfylgd ráðgjafa félagsins er þrisvar eftir heimkomu. Sú fyrsta viku eftir heimkomu, svo mánuð eftir heimkomu og að lokum þrem mánuðum eftir heimkomu. Ráðgjafi félagsins fundar með foreldrum og starfsfólki skólans vegna aðlögunar barnsins í leikskóla, það sama á við um þegar barnið hefur grunnskólagöngu. Ef barnið er á grunnskólaaldri fellur gjald vegna aðlögunar í leikskóla niður.
Umsýslugjald er 5%.
Að auki...
- Umsækjendur greiða fyrir þau vottorð sem safna þarf með umsókn um forsamþykki.
- Umsækjendur greiða fyrir þau vottorð sem safna þarf með umsókn til upprunaríkis og greiða fyrir stimplun hjá sýslumannsembættinu og utanríkisráðuneytinu.
- Allur ferðakostnaður, sem og uppihald í upprunalandi er greiddur af umsækjendum sjálfum. Þá greiða umsækjendur sjálfir fyrir þýðingarkostnað á gögnum vegna umsóknar sinnar og fyrir aðstoð tengiliðar í upprunalandinu. Þessi kostnaður getur verið mismunandi hár milli landa þar sem t.d. er mismunandi hversu lengi umsækjendur þurfa að dvelja í upprunalandinu og hversu margar ferðir þarf að fara þangað.
- Umsækjendur greiða jafnframt sjálfir fyrir gerð eftirfylgniskýrslna og þýðingu þeirra, Íslensk ættleiðing sér um að fá þær stimplaðar og sendir út.
Kostnaður við að skipta um land 58.312 kr.
Gjald sem fellur til ef umsækjendur ákveða að skipta um land. Gjaldið fer í að greiða þann kostnað sem til verður vegna þess að hefja þarf nýtt umsóknarferli fyrir nýtt land. Þessi kostnaður á eingöngu við þá sem hafa nú þegar sent gögnin sín til erlends ríkis
Ráðgjöf hjá lækni vegna lista yfir skilgreindar þarfir 15.873 kr.
Hægt er að óska eftir viðtali hjá lækni til að yfirfara listann. Viðtalið fer fram hér á skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar. Listinn fylgir svo umsókn um forsamþykki til sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að panta tíma hér
Önnur þjónusta
Viðtal vegna upprunaleitar kr. 15.000
Fræðsla vegna aðlögunar barns á leikskóla kr. 30.000
Viðtal vegna aðlögunnar barns á leikskóla kr. 15.000
Fræðsla vegna aðlögunar barns í grunnskóla kr. 30.000
Viðtal vegna aðlögunnar barns í grunnskóla kr. 15.000
Ráðgjafaviðtal kr. 15.000
Eftirfylgd vegna ættleiðingar kr. 45.000
Gjöld sem ekki renna til ÍÆ
Hér er um að ræða önnur gjöld sem umsækjandi þarf að greiða ýmist beint til Íslenskrar ættleiðingar sem sér um að greiða viðkomandi gjöld beint áfram til samstarfsaðila eða gjöld sem umsækjendur leggja út fyrir sjálfir án aðkomu ÍÆ.
Þýðingarkostnaður 100.000 – 250.000 kr.
Kostnaður við að þýða öll gögn vegna umsóknar er ólíkur eftir löndum og getur hlaupið á bilinu 100.000 kr. – 250.000 kr. en þar munar helst um ólíkar kröfur landanna um nauðsynleg gögn sem fylgja þurfa umsókn.
Eftirfylgniskýrslur 80.000 kr pr. skýrsla.
Gerð er krafa um það í öllum samstarfslöndum ÍÆ að skilað sé eftirfylgniskýrslum í ákveðinn tíma eftir að heim er komið með barnið. Fjöldi skýrsla er mismunandi eftir löndum. Greiða þarf sérstaklega fyrir gerð skýrslanna sem og þýðingu þeirra.
ÍÆ mun sjá um að láta stimpla skýrslurnar og senda til upprunaríkis.
Áætla má að kostnaður við hverja skýrslur sé um 80.000 kr. Þar er þá um að ræða vinnu við gerð skýrslunnar, þýðingu, stimplun og sendingarkostnað.
Vottorð og önnur gögn (áætl)
Hjúskaparvottorð 2.700 kr.
Sambúðarvottorð 2.700 kr.
Fæðingarvottorð 2.700 kr
Sakavottorð 2.500 kr
Notarius Publicus 2.500 kr.
Apostille 2.500 kr
Læknisvottorð 5.000 kr
Staðfest skattskýrsla 4.000 kr.
Bólusetningar 10-30.000 kr
Smáa letrið
- Þjónustugjöldin taka breytingum samkvæmt vísitölu neysluverðs og er uppreiknuð í takt við hana 1. janúar ár hvert.
- Verðskráin tekur mið af því að kostnaður í upprunaríki breytist ekki. Til að geta brugðist við verðskrárbreytingum í upprunaríki áskilur Íslensk ættleiðing sér rétt til að breyta verðskránni ársfjórðungslega, eða þann 1/1, 1/4, 1/8 og 1/11.
- Miðast við viðmiðunargengi Seðlabanka Íslands 07.02.2020
- Öll gjöld eru óafturkræf.
Kólumbía
Kostnaður í Kólumbíu
Staðfestingargjald og lögfræðikostnaður er 3.900 EUR (um 604.000 ISK) og er greitt í nokkrum skrefum.
1. greiðsla 500 EUR (um 78.000 kr) Greitt þegar umsókn er send til Kólumbíu
2. greiðsla 600 EUR (um 93.000 kr) Greitt þegar umsókn er samþykkt á biðlista
3. greiðsla 500 EUR (um 78.000 kr) Greitt á biðtíma
4. greiðsla 2.300 EUR (um 356.000 kr) Greitt við pörun
Þýðingakostnaður á umsókn í Kólumbíu 800 USD (um 120.000 IKR)
Annar kostnaður sem umsækjendur greiða (áætlaður)
Skjalaþýðing á umsókn (frá ísl-ensk) áætl. 150.000 - 200.000 kr
Vottorð hvers konar áætl. 50.000 kr
Sálfræðimat áætl. 150.000 kr
Stimplar á umsókn hjá sýslumannsembætti áætl. 75.000 kr
Stimplar á umsókn hjá utanríkisráðuneyti áætl. 75.000 kr
Pakki með DHL áætl. 20.000 kr
Eftirfylgniskýrslur, 4 áætl. 320.000 kr
Ferðalag áætl. 700.000 kr
Uppihald áætl. 1.500.000 kr
Önnur skjalaþýðing áætl. 50.000 kr
Áætlaður heildarkostnaður í Kólumbíu 4.500.000 kr
Með þjónustugjöldum er kostnaður áætl. 5.192.868 kr
Þegar ættleiðingarstyrkur og styrkur frá stéttarfélagi er dreginn frá er kostnaður áætl. 4.213.410 kr
Tékkland
Kostnaður í Tékklandi
Ekkert skráningargjald er í Tékklandi
Annar kostnaður sem umsækjendur greiða (áætlaður)
Skjalaþýðing á umsókn (frá ísl-tékknesku) áætl. 150.000 - 200.000 kr
Vottorð hvers konar áætl. 50.000 kr
Sálfræðimat áætl. 150.000 kr
Stimplar á umsókn hjá sýslumannsembætti áætl. 75.000 kr
Stimplar á umsókn hjá utanríkisráðuneyti áætl. 75.000 kr
Pakki með DHL áætl. 15.000 kr
Eftirfylgniskýrslur, 9 áætl. 720.000 kr
Ferðalag áætl. 700.000 kr
Uppihald áætl. 900.000 kr
Önnur skjalaþýðing áætl. 100.000 kr
Túlkun í Tékklandi áætl. 150.000 kr
Áætlaður heildarkostnaður í Tékklandi 3.200.000 kr
Með þjónustugjöldum er kostnaður áætl. 3.892.868 kr
Þegar ættleiðingarstyrkur og styrkur frá stéttarfélagi er dreginn frá er kostnaður áætl. 2.913.410 kr
Tógó
Kostnaður í Tógó
Skráningarkostnaður 540.000 CFA (um 130.000 IKR) Greitt þegar umsókn er send til Tógó
Dómsgjald 40.000 CFA og bankakostnaður (um 10.000 IKR) Greitt þegar umsókn er móttekin í Tógó
Annar kostnaður sem umsækjendur greiða (áætlaður)
Skjalaþýðing á umsókn (frá ísl-frönsku) áætl. 200.000 kr - 400.000 kr
Vottorð hvers konar áætl. 50.000 kr
Sálfræðimat áætl. 150.000 kr
Stimplar á umsókn hjá sýslumannsembætti áætl. 75.000 kr
Stimplar á umsókn hjá utanríkisráðuneyti áætl. 75.000 kr
Pakki með DHL áætl. 20.000 kr
Eftirfylgniskýrslur, 7 áætl. 560.000 kr
Ferðalag áætl. 1.000.000 kr
Uppihald áætl. 700.000 kr
Greiðsla til barnaheimilis í Tógó 600.000 CFA áætl. 142.000 kr
Önnur skjalaþýðing áætl. 300.000 kr
Túlkun í Tógó áætl. 180.000 kr
Áætlaður heildarkostnaður í Tógó 3.600.000 kr
Með þjónustugjöldum er kostnaður áætl. 4.292.868 kr
Þegar ættleiðingarstyrkur og styrkur frá stéttarfélagi er dreginn frá er kostnaður áætl. 3.313.410 kr