Ferill

I - Stjórnsýslulegt ferli

1) Miðstjórnvald ríkisins sem tekur við barninu sendir umsókn

2) Greiðsla á 540 000 CFA með bankamillifærslu á reikning Ríkissjóðs í Lomé eða með staðgreiðslu af fulltrúa umsækjanda

3) Skráning umsóknar til CNAET

4) Skoðun umsóknar af ættleiðingarnefnd

5) Samþykkt eða höfnun umsóknar

6) Þegar umsókn er samþykkt, tillaga að börnum til tilvonandi foreldra með milligöngu miðstjórnvalds í móttökuríkinu, fer eftir hversu mörg börn CNAET hefur upp á að bjóða

7) Samþykki eða höfnun á barni sem lagt hefur verið til, foreldrar senda samþykki til CNAET með milligöngu miðstjórnvalds móttökuríkis

8) Þegar tillaga að barni er samþykkt, skipti á samningum um framhald á ferli á milli miðstjórnvalda beggja ríkja

9) Umsókn send til dómsvalda

II - Dómstóla ferli

1) Gjald til dómstóla: 40.000 CFA greitt beint til dómstóla

2) Dómur um yfirgefið barn (á ekki við þau börn sem foreldrar hafa gefið frá sér með samþykki á ættleiðingu)

3) Staðfesting á að dómi verði ekki áfrýjað og að enginn mótmæli dómnum – eftir 1 mánuð

4) Dómur um ættleiðingu

5) Staðfesting á að dómi verði ekki áfrýjað og að enginn mótmæli dómnum – eftir 1 mánuð

6) Skráning á dómi til skattyfirvalda af fulltrúa félagsmálaþjónustu (í Togo)

7) Dómstólar senda dóm um ættleiðingu til skrifstofu CNAET

8) Samræmisvottorð útbúið af ráðherra barnaverndar

9) Foreldrar koma til Togo um 6 mánuðum eftir að upplýsingar um barn hafa borist (gera ráð fyrir amk 4 vikum í landinu)

10) Aðlögunarferli hefst og greiðsla til barnaheimilsins (600.000 CFA)

11) Leyfi til heimsóknar gefið út af forseta CNAET eftir beiðni frá foreldrum

12) Foreldrar hitta barnið á munaðarleysingjaheimilinu

13) Lok aðlögunarferlis amk 3 vikum eftir að það hefst

14) Barn fer út (útgönguvottorð)

III - Lok ferlis

Eftirfylgni á ábyrgð miðstjórnvalds móttökuríkis sem sendir reglulega skýrslur til CNAET

Svæði