Skrifstofa

Skrifstofa félagsins er opin alla virka daga á milli 09:00 og 12:00. 
Sími: 588-1480
Netfang: isadopt (hjá) isadopt.is

Á hádegi er skrifstofan lokuð, en eftir það er starfsfólk félagsins að sinna viðtölum, tæknilegri aðstoð við umsækjendur, ráðgjöf og annarri vinnu sem tengist störfum félagsins.

Hjá Íslenskri ættleiðingu starfa

 

 

Elísabet Hrund Salvarsdóttir
Framkvæmdastjóri
Netfang: elisabet.salvarsdottir (hjá) isadopt.is

 

 

 

 




Rut Sigurðardóttir
Félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur
Netfang: rut.sigurdardottir (hjá) isadopt.is

 

 

Rekstur skrifstofu hófst 1988 og eru þar veittar upplýsingar um allt sem viðkemur ættleiðingum og aðstoðað við undirbúning umsókna. Áður var allt félagsstarf unnið á heimilum stjórnarmanna en þegar ættleiðingar frá Indlandi hófust gerðu þarlend stjórnvöld kröfu um að skrifstofa væri rekin og væri þar miðlað upplýsingum til umsækjenda og gengið frá umsóknum. Rekstur skrifstofunnar var ákaflega erfiður fjárhagslega fyrstu árin, enda var ekki um neina styrki til félagsins að ræða. Síðustu ár hefur félagið árlega fengið styrk frá Alþingi til starfsemi sinnar.

Ávallt er reynt að hafa samstarf við nokkur lönd í einu því erlendar reglur og löggjöf geta breyst með skömmum fyrirvara og orðið til þess að ættleiðingar frá viðkomandi landi stöðvist fyrirvaralaust. 

Stöðugt er unnið að öflun nýrra sambanda.

Vinnureglur um tölvupóst

Teknar hafa verið í notkun vinnureglur um meðferð tölvupósts hjá Íslenskri ættleiðingu með vísan til 11. gr. laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Þar er skilgreind stefna sem Íslensk ættleiðing fylgir varðandi netvöktun. Sú stefna telst vera þáttur í öryggiskerfi félagsins, sbr. 3. gr. reglna nr. 299/2001 um öryggi persónuupplýsinga. En með netvöktun er átt við óreglubundnar athuganir vegna tilfallandi atvika og viðvarandi eða reglubundið endurtekið eftirlit félagsins með netnotkun á þess vegum.

Vinnureglurnar bera heitið: Vinnureglur um meðferð tölvupósts með endingunni isadopt.is í póstfangi og netnotkun starfsmanna og annara fulltrúa íslenskrar ættleiðingar.
Þær heyra undir ábyrgðarsvið Húsnæðisnefndar eins og það er skilgreint í greinargerð með skipuriti félagsins en framkvæmdastjóri ber ábyrgð á framkvæmd reglnanna nema annað sé tilkynnt sérstaklega.

Íslensk ættleiðing
Kennitala 531187-2539
Banki 0526
Höfuðbók 26
Bankareikningur nr. 5383

 

Svæði