Aðrir styrkir

Stéttarfélög

  1. Stéttarfélög bjóða uppá margvíslega styrki. Reglur, upphæðir og hvað er styrkt er þó mismundandi eftir stéttarfélögum
  2. Athugið styrki hjá ykkar stéttarfélagi, ef þörf er á er hægt að fá staðfestingu fyrir stéttarfélagið vegna ættleiðingarinnar hjá ÍÆ
  3. Hér fyrir neðan eru dæmi um stéttarfélög sem veita styrki vegna ættleiðingar 

Sjúkrasjóður BHM
Veittur er styrkur að hámarki kr. 170.000 vegna útgjalda við að sækja barn til ættleiðingar til hvers sjóðfélaga. Sækja þarf um styrk innan 24 mánaða frá því að til útgjalda var stofnað. Styrkur verður þó aldrei hærri en útlagður kostnaður. 
Staðgreiðsla er tekin af styrknum. 

Sjúkrasjóður KÍ
Sjóðfélagar geta sótt um fæðingarstyrk að upphæð 215.600 kr.miðað við fullt starf síðastliðna 6 mánuði fyrir fæðingu barns eða samkvæmt meðalstarfshlutfalli þann tíma, enda fari sjóðfélagi með forsjá barnsins og taki að lágmarki þriggja mánaða fæðingarorlof. Hægt er að nýta styrkinn upp að 24 mánaða aldri barns.
Vegna fjölburafæðingar eru greiddar 215.600 kr. fyrir hvert barn umfram eitt.
Um ættleiðingar gilda sömu reglur og um venjulega fæðingu væri að ræða.

Styrktarsjóður BSRB
Sjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 12 mánuði af síðustu 24 fær styrk til ættleiðingar barns 200.000 kr. í eitt skipti.

Styrktarsjóður Samtaka starfsfólks fjármálafyrirtækja
Sjóðurinn greiðir styrk vegna tækni- og glasafrjóvgana svo og ættleiðinga.
Endurgreitt er að hámarki kr. 350.000 á hverjum 12 mánuðum.

Ættleiðingarstyrkur Framsýnar
Ættleiðingarstyrkur er kr. 100.000,-   

Fjölskyldu- og styrktarsjóður lækna
Fæðingarstyrkur: læknir sem eignast barn, tekur barn til ættleiðingar eða í varanlegt fóstur getur sótt um fæðingarstyrk að fjárhæð kr. 450.000. Ef um fjölbura er að ræða hækkar fjárhæðin um 50% fyrir hvert barn. Eingöngu læknar sem starfa og fá greidd laun á Íslandi eiga rétt á að fá greiddan fæðingarstyrk úr sjóðnum.

Styrktarstjóður VSÍ verkfræðingar og tæknifræðingar
Sjóðurinn endurgreiðir hluta kostnaðar vegna tækni- og glasafrjóvgana, eða ættleiðinga (erlendis frá), þó ekki meira en 50% af kostnaði í hvert skipti og að hámarki kr. 1.000.000 samanlagt á ævi sjóðfélaga.

Sjúkrasjóður VR
VR veitir fullgildu félagsfólki sínu styrk vegna glasafrjóvgunar / tæknifrjóvgunar og ættleiðingar. Styrkurinn er að hámarki kr. 200 þúsund krónur fyrir hvern VR félaga. 

Annað:

  1. Ættleiðingarstyrkur Fjárhæð ættleiðingarstyrks á árinu 2022 er 779.458 kr. Ef kjörforeldrar hafa ættleitt fleiri en eitt barn samtímis er veittur styrkur vegna hvers barns umfram eitt sem nemur 20% af framangreindri fjárhæð, þ.e. ef börnin eru tvö verður styrkurinn 935.350 kr. o.s.frv.
    Fjárhæð styrksins er endurskoðuð í tengslum við afgreiðslu fjárlaga á tveggja ára fresti.
    Ættleiðingarstyrkur er undanþeginn staðgreiðslu skatta.
  2. Barnalífeyrir
    Einhleypir geta sótt um barnalífeyri, nánari upplýsingar er að finna hjá Tryggingastofnun 
    Staðfestingu er hægt að fá á skrifstofu ÍÆ.

Svæði