Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Breyting á þjónustu og reglugerðum
03.10.2023

Starf og þjónusta Íslenskrar ættleiðingar (ÍÆ) miðar að því að sinna félagsmönnum eins vel og kostur er enda eru þeir félagið. Eitt af markmiðum félagsins er að tryggja góða faglega þjónustu.
Ættleiðingarmálaflokkurinn hefur breyst mikið á síðustu árum, ættleiðingum hefur fækkað en á móti er hvert mál orðið flóknara. Þessar breytingar eru ekki eingöngu að eiga sér stað á Íslandi heldur í öllum heiminum.
Lesa meira
Hlaðvarpið
29.09.2023

"Allt um ættleiðingar" er hlaðvarp um allt sem tengist ættleiðingum. Selma Hafsteinsdóttir móðir ættleidds drengs og meðlimur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar fór af stað í upphafi árs með hlaðvarpið, og hefur Selma fengið marga til sín. Sumir segja frá sinni persónulegu reynslu af ættleiðingum, bæði foreldrar og uppkomnir ættleiddir.
Lesa meira
Komið að kveðjustund
28.09.2023

Nú um mánaðarmótin mun Ragnheiður Davíðsdóttir verkefnastjóri láta af störfum, en hún hefur unnið hjá Íslenskri ættleiðingu síðan maí 2012, eða rúmlega 11 ár. Ragnheiður hefur sinnt starfi sínu af mikilli alúð og hefur komið að þeirri miklu þróun sem átt hefur sér stað á fræðslu og þjónustu við ættleidda og fjölskyldur þeirra.
Lesa meira
18.09.2023
Norræn ráðstefna um ættleiðingar - samantekt
25.08.2023
Kínverskur menningardagur 6.september
22.08.2023
Fræðsluerindi - Upprunaleit með hjálp DNA
01.08.2023
Adoption - a lifelong process
10.07.2023
Grein um íslenska ættleiðingarmódelið
27.06.2023
Sumarleyfi 2023
27.06.2023
Er ættleiðing fyrir mig - seinni hluti
Leit
Velkomin heim!
2023
Lítil stúlka kom heim með fjölskyldu sinni til Íslands 23.júní frá Tékklandi. Til hamingju og velkomin heim!
Meira
Á döfinni
10.10.2023 - 10.10.2023
Signet transfer
Hér er hægt að senda skrár til Íslenskrar ættleiðingar á öruggan hátt
Fyrstu skrefin
Ef þú ert að skoða okkur í fyrsta skipti er gott að kynna sér málaflokkinn vel og vandlega. Til þess höfum við útbúið efni sem ætti að aðstoða við að skýra út málaflokkinn.
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna. Fyrir tilstuðlan félagsins hafa ríflega 600 munaðarlaus börn eignast fjölskyldu á Íslandi.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 3.500 krónur fyrir einstakling.