Eftirfylgni

Eftir heimkomu eru gerðar eftirfylgniskýrslur að kröfu tékkneskra yfirvalda. Félagsráðgjafi hjá sýslumanni á höfuðborgarsvæðinu gerir níu skýrslur sem sendar eru eftir að þær hafa verið þyddar til tékkneskra yfirvölda eftir að barnið kemur til nýrra foreldra.

Myndir þurfa að fylgja öllum skýrslum og læknisvottorð þurfa að fylgja sjö skýrslum, skýrslu 1, 3, 5, 6, 7, 8 og 9.
Tvær umsagnir frá leikskóla /skóla þurfa að fylgja, fyrir yngri börn, ein skýrsla frá leikskóla og svo ein frá skóla en tvær frá skóla fyrir eldri börnin sem fara ekki á leikskóla.

Skýrslurnar eru sendar:

1. 1 mánuði eftir að barnið kemur heim
2. 3 mánuðum eftir að barnið kemur heim
3. 6 mánuðum eftir að barnið kemur heim
4. 12 mánuðum eftir að barnið kemur heim
5. 24 mánuðum eftir að barnið kemur heim
6. Þegar barnið er 7 ára
7. Þegar barnið er 11 ára
8. Þegar barnið er 14 ára
9. Þegar barnið er 18 ára

Áætlaður kostnaður við hverja skýrslu er um 60.000 krónur.

Þegar 3 skýrslur hafa verið sendar til Tékklands og barnið hefur verið í umsjá foreldra í um 6 mánuði er hægt að sækja um leyfi ættleiðingar í Tékklandi. Þá þarf að fylla út þetta eyðublað.

 

Svæði