Fréttir

Ađalfundur Íslenskrar ćttleiđingar

Ađalfundur félagsins verđur haldinn ţriđjudaginn 6.mars kl. 20:00 á Hótel Hilton.   

Samkvćmt samţykktum félagsins er dagskrá fundarins sem hér segir: 

1. Skýrsla stjórnar. 

2. Ársreikningur félagsins fyrir liđiđ starfsár lagđur fram til samţykktar. 

3. Kjör stjórnar. 

4. Ákvörđun árgjalds. 

5. Lagabreytingar. 

6. Önnur mál. 

Í samţykktum félagsins segir um stjórnarkjör: 

Stjórn félagsins skal skipuđ 7 mönnum: Formanni, varaformanni og fimm međstjórnendum. Kosning stjórnarmanna rćđst af atkvćđamagni. Falli atkvćđi jafnt viđ kjör skal endurtaka kosningu milli viđkomandi frambjóđenda og falli atkvćđi enn jafnt rćđur hlutkesti. Sé ađeins einn frambjóđandi í kjöri skođast hann sem sjálfkjörinn án leynilegrar kosningar. Kosning stjórnar fer fram á ađalfundi ár hvert eđa aukaađalfundi. Hluta stjórnarmanna skal kjósa árlega til tveggja ára í senn, ţrjá annađ áriđ og fjóra á ţví nćsta.  

Engar lagabreytingar verđa lagđar fram á fundinum, ţar sem engar lagabreytingatillögur bárust fyrir tímamörk. Í samţykktum félagsins segir um lagabreytingar: 

Tillögur til breytinga á samţykktum félagsins skulu berast stjórn félagsins skriflega í síđasta lagi 31. janúar ár hvert og skulu ţćr tilgreindar í fundarbođi. Engar tillögur um breytingar á samţykktum bárust ađ ţessu sinni. 

Í stjórn félagsins nú eru: 

Elísabet Hrund Salvarsdóttir, formađur 

Ari Ţór Guđmannsson  

Dagný Rut Haraldsdóttir  

Lára Guđmundsdóttir  

Lísa Björg Lárusdóttir  

Magali Mouy  

Sigurđur Halldór Jesson  

Ađ ţessu sinni eru ţrjú sćti í stjórn félagsins til kjörs. Dagný Rut Haraldsdóttir hefur ákveđiđ ađ gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu ađ ţessu sinni. Ari Ţór og Sigurđur Halldór hafa hins vegar ákveđiđ ađ gefa kost á sér ađ nýju. 

Vakin er athygli á ađ frambođsfrestur til stjórnarkjörs er samkvćmt samţykktum félagsins til klukkan 20:00 ţann 20. febrúar og skal senda frambođ til félagsins á netfangiđ isadopt@isadopt.is 

 


Svćđi