Fréttir

Kynning á frambjóđendum í stjórn Íslenskrar ćttleiđingar

Ađalfundur félagsins verđur haldinn ţriđjudaginn 6. mars kl. 20:00 á Hótel Hilton.  

Á fundinum mun Elísabet Hrund Salvarsdóttir formađur félagsins fara yfir ţađ helsta sem hefur drifiđ á daga félagsins á síđasta ári.  

Undanfarin ár hefur veriđ sjálfkjöriđ í stjórn félagsins og ţví ekki ţurft ađ kjósa á milli frambjóđenda. Nú eru ţrjú sćti til kjörs í stjórn félagsins og frambjóđendurnir fjórir. Ţađ mun ţví ţurfa ađ kjósa á milli frambjóđenda sem bjóđa sig fram ađ ţessu sinni.  

Kynning á frambjóđendum:

Ég heiti Ari Ţór Guđmannsson og bíđ mig fram í stjórn Íslenskrar ćttleiđingar í annađ sinn. Ég hef veriđ stjórnarmađur Íslenskar ćttleiđingar síđastliđiđ eitt og hálft ár. Einnig er ég ađalfulltrúi Íslands í Eurodopt og varafulltrúi í Nordic adoption council (NAC). Sem fulltrúi í alţjóđa samstarfi lćrir mađur mikiđ um ćttleiđingar og reyni ég ađ deila ţeirra reynslu til starfsfólks, félagsmanna og annarra. Ég sćki ráđstefnur og fundi reglulega á vegum Eurodopt og NAC til ađ öđlast frekari hćfni á málaflokknum. Ég hef mjög mikinn áhuga á ćttleiđingarmálum og reyni ađ vera mjög virkur tengdum ţeim. Einnig sinni ég nokkurri vinnu fyrir félagiđ svo sem ađstođa viđ tćknimál og annađ sem ţarf til. Ég á einn ćttleiddan strák frá Tékklandi og er hann 5 ára. Ég mun berjast fyrir ţví ađ halda áfram međ ţađ góđa starf sem unniđ hefur veriđ hjá Íslenskri ćttleiđingu. 

 

Ingibjörg Valgeirsdóttir heiti ég og býđ mig fram í stjórn Íslenskrar ćttleiđingar. Ég er bćđi lánsöm og ţakklát móđir hennar Hrafnhildar Kríu sem er fćdd áriđ 2004 í Yangjiang í Guangdong-hérađi í Suđur-Kína. Viđ Jónas Gylfason eiginmađur minn ćttleiddum Hrafnhildi Kríu áriđ 2006, en fyrir áttum viđ einn son, Sölva Ţór Jónasson sem er fćddur áriđ 1990. Unnusta Sölva Ţórs er Martha María Einarsdóttir og eiga ţau eina litla dóttur sem fćddist 10. febrúar s.l.  

Ég er uppeldis- og menntunarfrćđingur ađ mennt međ fjölmiđlafrćđi sem aukagrein og MBA-gráđu frá Háskólanum í Reykjavík. Í MBA-náminu tók ég skiptinám í Shanghai, sem var einstakt tćkifćri til ađ flytja međ fjölskyldunni til Kína, kynnast upprunalandi dóttur okkar betur og skapa ţar dýrmćtar minningar međ henni.  Ég starfa sem framkvćmdastjóri öldrunar- og heimaţjónustu Garđabćjar og hef allan minn starfsferil unniđ ađ samfélagslegum verkefnum og gegnt ýmsum trúnađarstörfum.  

Mig langar til ađ leggja mitt af mörkum í starfi fyrir félagiđ sem breytti lífi mínu og fjölskyldu minnar og hefur haft afgerandi áhrif á líf svo margra. Ţví hef ég tekiđ ákvörđun um ađ bjóđa mig nú fram í stjórn Íslenskrar ćttleiđingar.  

Ég heiti Sigrún Eva Grétarsdóttir er 36 ára gömul. Ég er međ BA próf í félagsráđgjöf, diplómu í leikskólakennarafrćđum og stunda núna MA nám í náms- og starfsráđgjöf. Ég er gift Bjarna Magnúsi Jóhannessyni hagfrćđingi og sonur okkar er Veigar Lei fćddur í Kína áriđ 2013 en viđ ćttleiddum hann sumariđ 2014. Ég hef starfađ viđ kennslu bćđi í leik- og grunnskóla. Veriđ deildarstjóri og ađstođarleikskólastjóri á leikskóla og sinnt umsjónarkennslu á unglingastigi í grunnskóla. Ţá hef ég sinnt formennsku í slysavarnardeild og setiđ í stjórn í Félagi stjórnenda í leikskólum á austurlandi auk ţess ađ vera í ráđi hjá íţróttafélagi. Í vetur hef ég veriđ í skemmtinefnd ÍĆ. Málefni ćttleiddra barna brenna sérstaklega á mér en bćđi er ég móđir ćttleidds barns og svo á ég líka tvö lítil frćndsystkin sem eru ćttleidd frá Tékklandi. Mig langar mikiđ ađ taka ţátt og leggja mitt af mörkum í ţađ góđa starf sem unniđ er hjá Íslenskri ćttleiđingu og ţess vegna býđ ég mig fram til stjórnar. 

Ég heiti Sigurđur Halldór Jesson og er fćddur 10. mars áriđ 1970 og verđ ţví 48 ára ţessu ári. Ég útskrifađist frá Kennaraháskóla Íslands međ B.ed próf áriđ 1993 og hef starfađ sem grunnskólakennari í 25 ár. 
Ég er kvćntur Guđbjörgu Grímsdóttur og eigum viđ tvo stráka ćttleidda frá Kína. Ţeir komu til okkar 2010 og 2011. Sá eldri er ađ verđa 8 ára og sá yngri ađ verđa 6 ára. Viđ höfum búiđ á Selfossi frá árinu 2004. 
Ég hef talsverđa reynslu af stjórnarstörfum í öđrum félögum, m.a. Félagi grunnskólakennara ţar sem ég er stjórnarmađur kjörin til ársins 2018. 
Undanfarin tvö ár hef ég setiđ í stjórn ÍĆ og hefur mér líkađ ţađ vel. Vil bjóđa fram krafta mína áfram fyrir félagiđ mitt og sinna málefnum félagsins okkar. 


Svćđi