Fréttir

Aðgát skal höfð í nærveru sálar

Eftir umræðu í fjölmiðlun síðustu daga tengda fyrrum formanni Íslenskrar ættleiðingar þykir félaginu rétt að minna á mikilvægi þess að við lifum í fjölbreytilegu samfélagi. Duldir fordómar eru víða til staðar og er mikilvægt að gera sér grein fyrir orsökum og afleiðingum særandi orða.

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.

Einar Benediktsson


Svæði