Fréttir

Skessuhorn - Ættleiddu lítil systkin frá Tékklandi

Ljósm.: grþ - Skessuhorn
Ljósm.: grþ - Skessuhorn
7. maí. 2014 06:00
 

Sigrún Þorbergsdóttir grunnskólakennari og eiginmaður hennar Ástþór Vilmar Jóhannsson kjötiðnaðarmaður eru bæði í barneignarleyfi. Það væri þó ekki frásögum færandi ef ekki væri fyrir þær sakir að þau ættleiddu nýverið systkini, fjögurra ára pilt og tveggja ára stúlku, frá Tékklandi. Fyrir eiga þau ellefu ára dóttur sem ættleidd var frá Kína. 

Ekki er algengt að systkini séu ættleidd hingað til lands og enn sjaldgæfara er að þau komi saman. Hjónin sögðu blaðamanni Skessuhorns sögu sína og barnanna þriggja. 

Sjá nánar viðtal við þau hjón í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í morgun.

Ættleiddu lítil systkin frá Tékklandi


Svæði