Fréttir

Ættleiðingar frá Filippseyjum í sjónmáli

Íslenskri ættleiðingu hefur borist löggildingarskjal frá Dóms- og mannréttindaráðuneytinu um að félagið sé löggilt til þess að hafa milligöngu um ættleiðingar barna frá Filippseyjum.

Fyrir nokkru síðan fór Íslensk ættleiðing fram á það við Dóms- og mannréttindaráðuneytið að óskað yrði eftir samstarfsamningi milli Íslands og Filippseyja um ættleiðingar frá Filippseyjum. Löggildingin táknar að Ísland og Filippseyjar hafa gert samning sín á milli um ættleiðingar frá Filippseyjum til Íslands og Íslensk ættleiðing hefur heimild Íslenskra stjórnvalda til að annast milligöngum um ættleiðingar þaðan. Nú liggur því fyrir að Íslensk ættleiðing þarf að óska eftir starfsleyfi í Filippseyjum, sem væntanlega verður ekki torsótt í ljósi langrar og góðrar sögu félagsins og hins nýgerða samkomulags milli ríkjanna.

Filipseyja hafa ættleitt nokkra tugi barna árlega til Evrópu með milligöngu systurfélaga Í.Æ. í evrópskum regnhlífarsamtökum ættleiðingarfélaga, Euradopt. Landið er því ekki mjög stórt ættleiðingarland en það væri líka rangt að segja að ættleiðingar þaðan séu fáar.

Það sem við vitum um skilyrði á Filipseyjum er meðal annars:
Umsækjendur frá 27 ára, giftir í 3 ár, hámarksaldursmunur umsækjenda og barns 40 ár og yngstu umsækjendur fá yngstu börnin. Eldri en 40 fá eldri börn. Stutt dvöl er í landinu, um 10 dagar. Áætlaður biðtími er um 3 ár.

 


Svæði