Fréttir

Austurfrétt - Dóttir ykkar fćddist í gćr

Ljósmynd: Eygló Árnadóttir
Ljósmynd: Eygló Árnadóttir

Höfundur: Kristborg Bóel Steindórsdóttir
      
„Ég upplifđi mig aldrei öđruvísi hér í ţessu dásamlega verndandi umhverfi. Ég held ađ ég hafi veriđ sex ára í Kaupfélaginu á Egilsstöđum ţegar annađ barn lagđi hönd sína viđ mína en ţá fór ég ađeins ađ hugsa hvort ég vćri eitthvađ öđruvísi, en ţar til hafđi enginn boriđ sig saman viđ mig nema ţá í hćđ,“ segir Berglind Ósk Guđgeirsdóttir, sem var í opnuviđtali Austurgluggans í síđustu viku. 

„Dóttir ykkar fćddist í gćr,“ var setning sem ţau Svanhvít Sigmundsdóttir og Guđgeir Einarsson, foreldrar Berglindar Óskar, höfđu lengi beđiđ eftir ađ heyra en ţau voru búin ađ bíđa í mörg ár eftir ţví ađ fá ađ ćttleiđa barn sem loks varđ ađ veruleika í desember 1982. Berglind Ósk er fćdd í Jakarta í Indónesíu 7. desember 1982 og var komin til Íslands međ móđur sinni ađeins 20 dögum síđar.
„Á ţessum tíma, fyrir 34 árum, var heimurinn svo miklu stćrri en hann er núna og töluvert mál fyrir hjón í litlu sjávarţorpi ađ fara hinum megin á hnöttinn til ţess ađ sćkja barniđ sitt. Ferđalagiđ var svakalega dýrt ţannig ađ ţau gátu ekki fariđ bćđi. Úr varđ ađ litla sveitastelpan mamma mín, sem lítiđ sem ekkert hafđi ferđast, fór ein. Ţađ eitt og sér er algerlega ađdáunarvert en svona eru ţau, röggsöm og ganga í hlutina og var ţetta ferđalag aldrei vafi í ţeirra huga,“ segir Berglind.

Lođiđ en löglegt
Berglind segir ađ ferđin hafi veriđ öđruvísi en Svanhvít hafđi gert sér í hugarlund. „Viđ vorum ţrjár ćttleiddar til Íslands frá sama svćđi á ţessum tíma og fór mamma ţví í samfloti međ ţví fólki. Ţegar ţau komu til Indónesíu hittu ţau mann sem kallađi sig Johnny og átti ađ fylgja ţeim međan ţau voru úti. Í fyrsta lagi eru ekki miklar líkur á ađ einhver frá Indónesíu heiti Johnny, en hann vildi aldrei sjást međ ţeim úti á götu og ţegar ţau voru ađ koma og hitta okkur í fyrsta skipti var ţeim keyrt í bíl međ skyggđum rúđum inn í bílskúr, en ţađ var ekki vel séđ ađ börn vćru ćttleitt úr landinu. Ţetta var allt töluvert skrýtiđ og lođiđ en ţó lagalega rétt.
Mamma hefur sagt mér frá ţví hve stressuđ hún var á heimleiđinni en ţegar ţau voru komin í flugvélina mćtti her til ţess ađ leita ađ einhverju í vélinni og mamma hélt allan tímann ađ ţeir vćru ađ fara ađ taka mig og sagđi ađ sér hefđi ekki komiđ ţađ á óvart ef ţađ hefđi gerst. Hún var ţví hálfpartinn ađ reyna ađ fela mig en ég var mjög veik úr salmonellu og grét mikiđ. Ef ég hefđi ekki veriđ ćttleidd hefđi ég bara dáiđ, ţađ er öllum ţarna sama um eitt stúlkubarn til eđa frá. Ég á foreldrum mínum ţví allt ađ ţakka.“

Austurfrétt - Dóttir ykkar fćddist í gćr


Svćđi