Fréttir

Fréttatíminn - Gafst upp á ćttleiđingum vegna afskipta ráđuneytis

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson

13.01 2012

„Ég get ekkert tjáđ mig um ţetta og vísa til bréfsins sem ég skrifađi innanríkisráđherra. Ţú verđur ađ fá ţađ hjá ráđuneytinu,“ segir Áslaug Ţórarinsdóttir, sýslumađur í Búđardal, í samtali viđ Fréttatímann ţegar hún var innt nánar um óánćgju hennar međ afskipti starfsmanna innanríkisráđuneytisins af ćttleiđingamáli sem voru á hennar forrćđi á liđnu sumri. Áslaug taldi afskipti starfsmannanna vega ađ sjálfstćđi embćttisins gagnvart ćđra stjórnvaldi sem og starfsheiđri hennar sjálfrar og viđ ţađ gćti hún ekki unađ. Hún fór einnig fram á ţađ ađ miđstöđ ćttleiđinga, sem hefur veriđ á forrćđi sýslumannsins í Búđardal frá ársbyrjun 2007, yrđi flutt frá embćttinu eins fljótt og kostur vćri. Í bréfi Áslaugar kemur fram ađ hún hafi afgreitt um 700 ćttleiđingarmál frá árinu 2007 og í skýrslu ráđuneytisins frá 2010 sé ţađ sérstaklega tiltekiđ ađ sýslumađur hafi unniđ verkefnin af heilindum og fagmennsku.
Áslaug rekur í bréfinu ađkomu skrifstofustjóra í innanríkisráđuneytinu ađ máli sem varđađi ćttleiđingu barns frá Kína á liđnu sumri. Sýslumanni barst umsókn um forsamţykki ćttleiđingarinnar 6. júní 2011 og sama dag var ţađ sent til umsagnar barnaverndarnefndar í umdćmi umsćkjenda. Föstudaginn 1. júlí fékk Áslaug sýslumađur símtal frá skrifstofustjóra í innanríkisráđuneytinu sem spurđist fyrir um máliđ. Sama dag eftir símtaliđ barst sýslumanni umsögn barnaverndarnefndar ţar sem mćlt var međ ţví umsćkjenda yrđi veitt forsamţykki. Vegna verulegrar neikvćđrar eiginfjárstöđu umsćkjenda ákvađ sýslumađur ađ senda máliđ til umsagnar Ćttleiđingarnefndar eins og gert hafđi veriđ í mörgum slíkum málum ţar á undan. Var máliđ sent til Ćttleiđingarnefndar strax mánudaginn 4. júlí. Stuttu fyrir hádegi föstudaginn 8. júlí barst tölvubréf frá skrifstofustjóranum ásamt bréfi frá framkvćmdastjóra félagsins Íslensk ćttleiđing ţar sem fariđ fram á ađ afgreiđslu málsins yrđi flýtt. Í símtali sýslumanns viđ skrifstofustjórann kom fram sú ósk skrifstofustjórans ađ máliđ yrđi afgreitt strax án úrskurđar Ćttleiđingarnefndar. Svo fór ţó ekki og treysti nefndin sér ekki til ađ meta umsćkjandann traustan. Sá úrskurđur var kćrđur til ráđuneytisins og ţótti sýslumanni sá frestur sem honum var veittur til koma athugasemdum ađ of skammur.
Í svarbréfi ráđuneytisins tćplega tveimur og hálfum mánuđi eftir ađ Áslaug sendi sitt bréf er ţví algjörlega hafnađ ađ afskipti ráđuneytisins og starfsmanna ţess hafi veriđ óeđlileg. Máliđ hafi veriđ ţess eđlis ađ hrađa ţurfti afgreiđslunni. Ögmundur Jónasson innanríkisráđherra segir í samtali viđ Fréttatímann ađ ađkoma ráđuneytisins hafi veriđ fagleg, formleg og eđlileg ađ hans mati. „Ég er sáttur viđ vinnubrögđ ráđuneytisins. Hún verđur ađ svara fyrir ţađ hvađ fćr hana til ađ láta jafn stór og sver orđ falla. Mér ţykir ţađ miđur en ţetta er ađ mínu mati fullkomlega eđlileg framganga. Ég yfirfór máliđ og endanum er ţetta mín ábyrgđ,“ segir Ögmundur sem flutti Miđstöđ ćttleiđinga yfir til sýslumannsins í Reykjavík nú um áramótin eftir beiđni frá Áslaugu.
Óskar Hrafn Ţorvaldsson
oskar@frettatiminn.is

Gafst upp á ćttleiđingum vegna afskipta ráđuneytis


Svćđi